„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 21:14 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. „Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira