Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk fyrir City í leiknum þar af annað þeirra með ótrúlegri hálofta hælspyrnu. Það er ekkert skrýtið að Pep Guardiola og fleiri hafi velt því fyrir sér hvernig þetta sé hreinlega hægt.
Hin mörkin skoruðu Phil Foden, John Stones og Matheus Nunes.
Haaland hefur raðað inn mörkum í Meistaradeildinni en þetta mark er örugglega ofarlega á listanum yfir þau glæsilegustu.
Raphinha skoraði þrennu fyrir Barcelona á móti Bayern. Harry Kane jafnaði metin í 1-1 en Bæjarar komust ekki nær. Robert Lewandowski skoraði líka á móti sínum gömlu félögum.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum leikjum og nokkrum öðrum.