United gerði 1-1 jafntefli við Fenerbahce í Evrópudeildinni í gær. Strákarnir hans Eriks ten Hag hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni.
Fara þarf aftur til 24. október í fyrra til að finna síðasta sigur United í Evrópuleik. Liðið vann þá FC Kaupmannahöfn á heimavelli, 1-0, í Meistaradeild Evrópu.
Síðan þá hefur United leikið sex Evrópuleiki, þrjá í Meistaradeildinni og þrjá í Evrópudeildinni, og ekki unnið einn þeirra.
Raunar hefur United aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Evrópukeppnum.
United tapaði fyrsta Evrópuleiknum undir stjórn Ten Hags en vann svo átta af næstu níu leikjum. En síðan þá hefur gengið illa.
Næsti leikur United í Evrópudeildinni er gegn PAOK á heimavelli 7. nóvember.