Ástæðan fyrir því að Íslendingar eru á móti Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:32 Gunnar Vatnhamar og félagar í Víkingi gerðu í gær nokkuð sem engu íslensku liði hefur áður tekist, með því að vinna sigur í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. vísir/Anton Sögulegur sigur Víkinga á belgíska liðinu Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld færir félaginu ekki bara þrjú stig og sextíu milljónir króna, heldur hjálpar hann öðrum íslenskum félagsliðum. Hvert stig sem íslensk lið safna í Evrópukeppnum hefur áhrif á stöðu Bestu deildarinnar á styrkleikalista UEFA. Eftir sigurinn í gær er Ísland núna í harðri baráttu um að færast upp um flokk á listanum. Það myndi færa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar 2026 og tryggja enn hærra verðlaunafé inn í íslenska knattspyrnu. Víkingar geta með einu jafntefli eða sigri, í að lágmarki fjórum leikjum sem þeir eiga eftir í Sambandsdeildinni í vetur, komist upp fyrir Kósovó sem er í 33. sæti styrkleikalistans, en það er neðsta sætið sem gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar. Kósovó á ekki lengur lið í neinni keppni og getur því ekki safnað fleiri stigum í vetur. Hins vegar er Armenía einnig fyrir ofan Ísland, í 34. sæti, og enn með lið í Sambandsdeildinni. Það er liðið FC Noah, sem landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson (eða Gummi Tóta) leikur með. Þó að Íslendingar ættu alla jafna að vera þakklátir fyrir vinstri fót og söngrödd Guðmundar þá hafa þeir ærna ástæðu til að vonast eftir töpum hjá honum í Sambandsdeildinni í ár. Það má nefnilega segja að Noah og Víkingur séu í sérstakri stigasöfnunarkeppni, fyrir sínar landsdeildir, og liðin mætast einmitt í Armeníu 28. nóvember í leik sem gæti þar með reynst afskaplega mikilvægur. 🚨 🇮🇸 Iceland overtook 🇱🇻 Latvia and moved up to 35th place on the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them +0.500 points today!🇮🇸 Iceland are now just +0.208 points (one draw) away from the Top 33 place, which secures spot in the Europa League qualifiers! pic.twitter.com/ajT3mes0Cr— Football Rankings (@FootRankings) October 24, 2024 Beytir ekki baráttunni um helgina Ísland er í dag með fjögur Evrópusæti; eitt sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þrjú sæti í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Íslandsmeistararnir fá sætið í undankeppni Meistaradeildar (og geta svo færst í undankeppni Sambandsdeildar eða Evrópudeildar ef þeir falla þar úr leik), og bikarmeistarar og liðin í 2.-3. sæti Bestu deildar fá svo sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Um þessi sæti er einmitt hörð barátta um helgina og það eina sem er ljóst er að KA fær sæti í undankeppni Sambandsdeildar, sem bikarmeistari. Víkingur og Breiðablik berjast um sæti í undankeppni Meistaradeildar, og Valur og Stjarnan um síðasta sætið í undankeppni Sambandsdeildar. Skammt síðan Ísland var í ruslflokki Ef að Víkingar næðu að koma Íslandi upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA myndi það hafa áhrif á næsta keppnistímabil. Það er að segja, bikarmeistarar næsta árs (eða liðið í 2. sæti Bestu deildar ef eitthvað lið verður bæði Íslands- og bikarmeistari) myndu fá sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2026. Bikarmeistararnir væru þar með öruggir um að spila að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, með tilheyrandi verðlaunafé, því lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Vert er að hafa í huga að skammt er síðan að Ísland átti aðeins þrjú Evrópusæti. Þrjú íslensk lið fóru í undankeppnirnar 2022 og 2023, eftir að Ísland var komið niður í hóp fimm lægst skrifuðu þjóða Evrópu vegna slakra úrslita í Evrópukeppnum árin á undan. Við röðun á styrkleikalista er horft til úrslita síðustu fimm ára fram að árinu fyrir nýtt keppnistímabil. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Hvert stig sem íslensk lið safna í Evrópukeppnum hefur áhrif á stöðu Bestu deildarinnar á styrkleikalista UEFA. Eftir sigurinn í gær er Ísland núna í harðri baráttu um að færast upp um flokk á listanum. Það myndi færa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar 2026 og tryggja enn hærra verðlaunafé inn í íslenska knattspyrnu. Víkingar geta með einu jafntefli eða sigri, í að lágmarki fjórum leikjum sem þeir eiga eftir í Sambandsdeildinni í vetur, komist upp fyrir Kósovó sem er í 33. sæti styrkleikalistans, en það er neðsta sætið sem gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar. Kósovó á ekki lengur lið í neinni keppni og getur því ekki safnað fleiri stigum í vetur. Hins vegar er Armenía einnig fyrir ofan Ísland, í 34. sæti, og enn með lið í Sambandsdeildinni. Það er liðið FC Noah, sem landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson (eða Gummi Tóta) leikur með. Þó að Íslendingar ættu alla jafna að vera þakklátir fyrir vinstri fót og söngrödd Guðmundar þá hafa þeir ærna ástæðu til að vonast eftir töpum hjá honum í Sambandsdeildinni í ár. Það má nefnilega segja að Noah og Víkingur séu í sérstakri stigasöfnunarkeppni, fyrir sínar landsdeildir, og liðin mætast einmitt í Armeníu 28. nóvember í leik sem gæti þar með reynst afskaplega mikilvægur. 🚨 🇮🇸 Iceland overtook 🇱🇻 Latvia and moved up to 35th place on the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them +0.500 points today!🇮🇸 Iceland are now just +0.208 points (one draw) away from the Top 33 place, which secures spot in the Europa League qualifiers! pic.twitter.com/ajT3mes0Cr— Football Rankings (@FootRankings) October 24, 2024 Beytir ekki baráttunni um helgina Ísland er í dag með fjögur Evrópusæti; eitt sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þrjú sæti í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Íslandsmeistararnir fá sætið í undankeppni Meistaradeildar (og geta svo færst í undankeppni Sambandsdeildar eða Evrópudeildar ef þeir falla þar úr leik), og bikarmeistarar og liðin í 2.-3. sæti Bestu deildar fá svo sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Um þessi sæti er einmitt hörð barátta um helgina og það eina sem er ljóst er að KA fær sæti í undankeppni Sambandsdeildar, sem bikarmeistari. Víkingur og Breiðablik berjast um sæti í undankeppni Meistaradeildar, og Valur og Stjarnan um síðasta sætið í undankeppni Sambandsdeildar. Skammt síðan Ísland var í ruslflokki Ef að Víkingar næðu að koma Íslandi upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA myndi það hafa áhrif á næsta keppnistímabil. Það er að segja, bikarmeistarar næsta árs (eða liðið í 2. sæti Bestu deildar ef eitthvað lið verður bæði Íslands- og bikarmeistari) myndu fá sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2026. Bikarmeistararnir væru þar með öruggir um að spila að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, með tilheyrandi verðlaunafé, því lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Vert er að hafa í huga að skammt er síðan að Ísland átti aðeins þrjú Evrópusæti. Þrjú íslensk lið fóru í undankeppnirnar 2022 og 2023, eftir að Ísland var komið niður í hóp fimm lægst skrifuðu þjóða Evrópu vegna slakra úrslita í Evrópukeppnum árin á undan. Við röðun á styrkleikalista er horft til úrslita síðustu fimm ára fram að árinu fyrir nýtt keppnistímabil.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira