Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi Arnar Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 10:32 Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar