Pirraðir á excel skiptingum Péturs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 12:32 Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bónus deildinni. vísir/anton Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík sínum þriðja leik í röð í Bónus deild karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val, 104-80. Igor Maric skoraði sautján stig fyrir Keflvíkinga í leiknum en spilaði aðeins 21 mínútu. Það fékk strákana í Bónus Körfuboltakvöldi til að velta fyrir sér skiptingunum hjá Pétri sem virðast frekar fastmótaðar. „Ég skil pælinguna hjá honum í sambandi við það sem við köllum þessar excel skiptingar. Þú ætlar að skipta á vissum tímapunkti og visst mörgum mönnum. Það sem ég skil ekki er að það sé ekki einhver smá lestur í gangi hver er heitur, hverjum er að ganga vel og hverjum ekki?“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. „Hann hefur nefnilega stundum fryst Igor finnst mér, sem hefur kannski byrjað rosalega vel á köflum og ekki komið inn á fyrr en það er kominn tími fyrir hann að koma aftur inn á samkvæmt excel skjalinu. Ég myndi vilja breyta róteringunni og koma honum fyrr inn á. Ég held að hann gæti oft spilað 5-6 mínútum meira.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um skiptingar Péturs Sævar Sævarsson tók dýpra í árinni en Ómar. Hann er ekki mikill aðdáandi skiptikerfis Péturs. „Ég á ógeðslega erfitt með að skilja svona excel skiptingar en ég ber alveg virðingu fyrir því að þetta sé eitthvað sem menn eru að pæla í. En sem leikmaður, þegar þú kemur inn af bekk og stendur þig vel, viltu bara halda áfram að spila þangað til að það fer að halla undan fæti,“ sagði Sævar. „Það þekkja það allir, sérstaklega menn sem eru meiri sóknarmenn en varnarmenn, að þegar þú ert heitur og finnst að allt sé að fara ofan í. Þú ert kannski að spila 15-30 mínútur í leik en bara einu sinni í viku. Íslenska deildin er ekki NBA. Þú þarft ekkert að hvíla menn. Ef þú ert með 7-8 manna róteringu er það alveg nóg. Ef þú ert leikmaður sem spilaður fimmtán mínútur í síðasta leik máttu alveg spila 35 mínútur í þessum leik ef þú ert besti leikmaðurinn á vellinum. Ég skil bara af hverju mennirnir sem eru að spila best eru ekki notaðir.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33 „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. 26. október 2024 12:33
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum