„Langbesta liðið í þessari deild“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2024 20:55 Halldór Árnason var kampakátur í leikslok og raunar löngu áður en leiknum lauk. vísir / anton „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira