Þing Norðurlandaráðs 2024 er haldið í Reykjavík dagana 28.–31. október á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.
Þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn á árinu en þar koma saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum.
Þingið verður sett formlega í dag, þriðjudaginn 29. október, klukkan 14. Sama dag fer fram leiðtogafundur Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna á þinginu.
Norrænu forsætisráðherrarnir sitja fyrir svörum í skála Alþingis á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9. Hann má sjá í beinni útsendingu hér að neðan: