Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni.

Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu.
