Misskilningur að einræðisríki séu skilvirkari en lýðræðisríki Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2024 10:50 Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, segir lýðræðið versta stjórnarformið en aðeins ef öll önnur eru skilin undan. Stöð 2/Arnar Einræðisríki eru ekki skilvirkari en lýðræðisríki þrátt fyrir að óþol gagnvart lýðræðinu hafi gripið um sig sums staðar, að sögn sagnfræðings. Tjáningarfrelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta valdi því að meiri gagnrýni heyrist á þau en einræðisríki. Spurningunni um hvort lýðræðið sé í hættu verður velt upp á fundi Sagnfræðingafélags Íslands annað kvöld. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, sagði að nú horfðu menn upp á ofboðslegt óþol gagnvart lýðræðinu og að fólk talaði fjálglega um að það væri alveg vonlaust í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýleg skoðanakönnun í Frakklandi leiddi í ljós að meirihluti teldi lýðræðið ekki virka og að fjórðungur teldi það ekki besta stjórnarformið sem væri í boði. Meira en helmingur taldi að það þyrfti „sterkt vald“ til þess að halda uppi lögum og reglum. Í Bandaríkjunum hefur kosningabarátta Donalds Trump haft vaxandi fasíska undirtóna. Fyrrverandi starfsmannastjóri Trump í Hvíta húsinu kom fram opinberlega í þessum mánuði og sagði fyrrverandi forsetann hafa ítrekað lýst yfir aðdáun á Adolf Hitler. Trump hefur ítrekað notað orðfæri í anda Hitlers eins og að tala um andstæðinga sína sem „óvini að innan“ og lýsa innflytjendum sem „meindýrum“ sem „eitri blóð“ Bandaríkjanna. Ásakanir um kosningasvik hafa einnig sett skugga sinn á nýlegar kosningar í Georgíu annars vegar og Moldóvu hins vegar. Versta stjórnarformið fyrir utan öll hin Valur sagði lýðræðið versta hugsanlega stjórnarformið...fyrir utan öll hin því þau væru öll verri. Lýðræðið væri alltaf svolítið óreiðukennt og eðli málsins samkvæmt væri enginn fyllilega ánægður því það kallaði á málamiðlanir og deilur. Þá væri umræðan um lýðræðisríkin annars vegar og einræðisríki hins vegar skekkt af því frelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta til gagnrýni og tjáningar á meðan íbúar einræðisríkja þegðu af ótta við valdhafa. „Lýðræðisríki eru mjög dugleg að gagnrýna sjálf sig og fólk sem býr í lýðræðisríkjum er mjög duglegt að gagnrýna lýðræðisríkin sjálf og þess vegna fær maður stundum þá ímynd að þau séu verri,“ sagði sagnfræðingurinn. Engin ástæða til að rómantísera einræði Þá sagði Valur misskilnings gæta um að einræðisríki væru skilvirkari en lýðræðisríki. „Það sé einhver toppur sem stjórni öllu, það er kannski ekki mikið málfrelsi en allt virkar. En þau er ekki þannig,“ sagði hann. Almenningur í einræðisríkjum væri þannig ekki aðeins kúgaður heldur væri allt annað að líka í slíkum ríkjum. Í einræðisríkjum yrði ennfremur alltaf til spillt smákóngaveldi undir einræðisherranum sem trónaði á toppnum. „Þannig að það er engin ástæða til þess að rómantísera það að hlutirnir virki eitthvað betur þar því þeir gera það ekki. Við sjáum þetta líka alltaf þar sem einræðisstjórnir eru lengi að það verður alger stöðnun, það verður engin framþróun í tækni og vísindum. Það eru bara lýðræðisríki sem eru fær um mikla tækniþróun einmitt af því að það er alltaf verið að þróa sig áfram.“ Donald Trump á kosningafundi með stuðningsmönnum í New York sem vakti umtal, sérstaklega niðrandi ummæli um Púertó Ríkó.Vísir/EPA Hætta á að öll völd færist á hönd forsetans Spurður að því hvort að lýðræðið væri í raunverulegri hættu á vesturlöndum sagði Valur það koma í ljós í næstu og vísaði til bandarísku forsetakosninganna. Helstu hættuna sagði hann felast í því að trúverðugleiki lýðræðisins væri dreginn í efa ef Trump neitar aftur að viðurkenna ósigur. Það gæti leitt til þess að almenningur missti trúna á úrslitum lýðræðislegra kosninga. Færi svo að Trump ynni, sem skoðanakannanir benda til að sé sterkur möguleiki, sagðist Valur telja að í besta falli yrði forsetatíð hans svipuð fyrra kjörtímabilinu. Sjálfur efaðist hann þó um það þar sem Trump hefði þegar komið sínum mönnum að við valdamikinn hæstarétt landsins. Þá væri nánustu bandamenn Trump nú með meira plan um hvernig þeir ætluðu sér að auka völd forsetans. Einn helsti kostur bandaríska stjórnkerfisins sagði Valur dreifingu valds þar sem ekkert eitt embætti væri alrátt. „Ég held að ein mesta hættan sé að þetta kerfi verði tekið úr umferð og það verði þá sennilega forsetaembættið sem fái alger völd,“ sagði Valur. Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bítið Tjáningarfrelsi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Spurningunni um hvort lýðræðið sé í hættu verður velt upp á fundi Sagnfræðingafélags Íslands annað kvöld. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, sagði að nú horfðu menn upp á ofboðslegt óþol gagnvart lýðræðinu og að fólk talaði fjálglega um að það væri alveg vonlaust í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýleg skoðanakönnun í Frakklandi leiddi í ljós að meirihluti teldi lýðræðið ekki virka og að fjórðungur teldi það ekki besta stjórnarformið sem væri í boði. Meira en helmingur taldi að það þyrfti „sterkt vald“ til þess að halda uppi lögum og reglum. Í Bandaríkjunum hefur kosningabarátta Donalds Trump haft vaxandi fasíska undirtóna. Fyrrverandi starfsmannastjóri Trump í Hvíta húsinu kom fram opinberlega í þessum mánuði og sagði fyrrverandi forsetann hafa ítrekað lýst yfir aðdáun á Adolf Hitler. Trump hefur ítrekað notað orðfæri í anda Hitlers eins og að tala um andstæðinga sína sem „óvini að innan“ og lýsa innflytjendum sem „meindýrum“ sem „eitri blóð“ Bandaríkjanna. Ásakanir um kosningasvik hafa einnig sett skugga sinn á nýlegar kosningar í Georgíu annars vegar og Moldóvu hins vegar. Versta stjórnarformið fyrir utan öll hin Valur sagði lýðræðið versta hugsanlega stjórnarformið...fyrir utan öll hin því þau væru öll verri. Lýðræðið væri alltaf svolítið óreiðukennt og eðli málsins samkvæmt væri enginn fyllilega ánægður því það kallaði á málamiðlanir og deilur. Þá væri umræðan um lýðræðisríkin annars vegar og einræðisríki hins vegar skekkt af því frelsi sem íbúar lýðræðisríkja njóta til gagnrýni og tjáningar á meðan íbúar einræðisríkja þegðu af ótta við valdhafa. „Lýðræðisríki eru mjög dugleg að gagnrýna sjálf sig og fólk sem býr í lýðræðisríkjum er mjög duglegt að gagnrýna lýðræðisríkin sjálf og þess vegna fær maður stundum þá ímynd að þau séu verri,“ sagði sagnfræðingurinn. Engin ástæða til að rómantísera einræði Þá sagði Valur misskilnings gæta um að einræðisríki væru skilvirkari en lýðræðisríki. „Það sé einhver toppur sem stjórni öllu, það er kannski ekki mikið málfrelsi en allt virkar. En þau er ekki þannig,“ sagði hann. Almenningur í einræðisríkjum væri þannig ekki aðeins kúgaður heldur væri allt annað að líka í slíkum ríkjum. Í einræðisríkjum yrði ennfremur alltaf til spillt smákóngaveldi undir einræðisherranum sem trónaði á toppnum. „Þannig að það er engin ástæða til þess að rómantísera það að hlutirnir virki eitthvað betur þar því þeir gera það ekki. Við sjáum þetta líka alltaf þar sem einræðisstjórnir eru lengi að það verður alger stöðnun, það verður engin framþróun í tækni og vísindum. Það eru bara lýðræðisríki sem eru fær um mikla tækniþróun einmitt af því að það er alltaf verið að þróa sig áfram.“ Donald Trump á kosningafundi með stuðningsmönnum í New York sem vakti umtal, sérstaklega niðrandi ummæli um Púertó Ríkó.Vísir/EPA Hætta á að öll völd færist á hönd forsetans Spurður að því hvort að lýðræðið væri í raunverulegri hættu á vesturlöndum sagði Valur það koma í ljós í næstu og vísaði til bandarísku forsetakosninganna. Helstu hættuna sagði hann felast í því að trúverðugleiki lýðræðisins væri dreginn í efa ef Trump neitar aftur að viðurkenna ósigur. Það gæti leitt til þess að almenningur missti trúna á úrslitum lýðræðislegra kosninga. Færi svo að Trump ynni, sem skoðanakannanir benda til að sé sterkur möguleiki, sagðist Valur telja að í besta falli yrði forsetatíð hans svipuð fyrra kjörtímabilinu. Sjálfur efaðist hann þó um það þar sem Trump hefði þegar komið sínum mönnum að við valdamikinn hæstarétt landsins. Þá væri nánustu bandamenn Trump nú með meira plan um hvernig þeir ætluðu sér að auka völd forsetans. Einn helsti kostur bandaríska stjórnkerfisins sagði Valur dreifingu valds þar sem ekkert eitt embætti væri alrátt. „Ég held að ein mesta hættan sé að þetta kerfi verði tekið úr umferð og það verði þá sennilega forsetaembættið sem fái alger völd,“ sagði Valur.
Mannréttindi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bítið Tjáningarfrelsi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira