Við ræðum meðal annars við íslenskan dýralæknanema sem býr í grennd við hamfarasvæðin þótt hennar bær hafi sloppið nokkuð vel.
Einnig fjöllum við um nýjustu verðbólgumælinguna sem Hagstofan birti í morgun en hún fer eilítið hjaðnandi.
Að auki tökum við stöðuna á framboðsmálunum fyrir komandi kosningar og ræðum við formann fjárlaganefndar um séreignasparnað og mögulega framlengingu á heimild til að ráðstafa honum inn á húsnæðislán.