Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2024 08:02 Birkir Már er sáttur við ferilinn sem er að baki og tekst nú á við nýtt verkefni í Svíþjóð. Vísir/Einar Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. Birkir Már er 39 ára gamall og ákvað að kalla þetta gott síðustu helgi. Hann fór beinustu leið til Stokkhólms en fjölskylda hans flutti þangað síðasta vetur. Hann segir þetta lokatímabil með Val, sem endaði í þriðja sæti en töluvert á eftir toppliðunum tveimur, hafa reynt á. „Þetta er búið að vera mikið upp og niður. Fullmikið niður fyrir minn smekk,“ segir Birkir Már um nýafstaðið tímabil. Klippa: Birkir Már gerir upp ferilinn „Ég tala bara fyrir sjálfan mig, en ég held að flestir séu sammála. Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil. Það hafa verið margir leikir sem við höfum alveg verið með en misst þá niður. Það eru fullt af stigum sem við tapað í uppbótartíma eða úr vinningsstöðu. Þetta hefur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ekkert sérstaklega skemmtilegt tímabil,“ segir Birkir Már. Birkir hefur verið hjá Val frá unga aldri.Instagram/@birkir84 Þrátt fyrir erfiðleikana, þjálfaraskipti og misgóðan árangur, hafi stemningin í Valsliðinu verið góð. „Ég elska ennþá að vera í klefanum með strákunum. Stemningin, fyrir mér er ekkert að henni. Ég gæti farið niður í klefa og setið þar í átta klukkutíma með gaurunum. Þetta er góður hópur en auðvitað vildum við fyrsta sætið og hópurinn er þannig að við áttum að geta unnið deildina og bikarinn. Stundum er þetta svona í íþróttum,“ segir Birkir Már. Framtíðin björt á Hlíðarenda Hann væntir þá einhverra breytinga hjá Val, enda ný stjórn tekin við og Börkur Edvardsson hættur sem formaður knattspyrnudeildar eftir að hafa starfað fyrir deildina í um tvo áratugi. Birkir Már segir einhverra breytinga að vænta vegna þessa og er bjartsýnn á framhaldið hjá Val. Valsari í húð og hár.Instagram/@birkir84 „Það virðast vera einhverjar breytingar á leiðinni. Það er alveg ný stjórn og talað um nýjar stöður sem félagið ætlar að búa til og svona. Varðandi leikmenn veit ég ekki, það er margir komnir svolítið yfir þrítugt en eru allir með samning og verða vonandi bara áfram á næsta tímabili,“ segir Birkir Már. „Svo er það bara eins og alltaf að þá verður bætt við leikmönnum og svo vonandi helst sem fyrst förum við að sjá stráka koma upp úr unglingastarfinu. Ég held að það séu á næstu árum, flokkarnir eru orðnir það stórir, og maður er farinn að sjá stráka í þriðja og öðrum flokki sem eiga alveg að eiga möguleika á að spila fyrir meistaraflokk,“ „Ég held að framtíðin sé björt hvað það varðar. Hverfið er búið að endurnýja sig það mikið og flokkarnir eru mjög stórir, miðað við hvernig það hefur verið. Þegar ég var að æfa vorum við 11 eða 12 í þriðja flokki. Núna held ég að þeir séu 60. Þetta eru aðeins breyttir tímar,“ segir Birkir Már. Allt breytt á svæðinu Breytingarnar hafa verið miklar hjá félaginu frá því að hann æfði í yngri flokkum í kringum aldamót. Nýtt íþróttahús, stúka og völlur hafa verið reist og þá hefur gervigrasvöllum til æfinga fjölgað verulega síðustu misseri. „Þetta er náttúrulega allt annað dæmi. Ég man í öðrum flokki eða þriðja þegar uppbyggingin var hérna þá æfðum við aldrei hér heldur bara út um allan bæ. Nú er að bætast við enn einn gervigrasvöllurinn hérna niðurfrá. Ég held að krakkarnir geti ekki kvartað mikið þegar sá völlur er klár. Þjálfaramálin eru í góðum málum og ég held að allt sé til alls til þess að yngri flokkarnir hjá Val geti farið að vinna mót og skila leikmönnum upp í meistaraflokka karla og kvenna,“ segir Birkir Már. EM 2016 eftirminnilegast Birkir Már er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 103 leiki fyrir land og þjóð. Hann var hluti af karlalandsliðinu sem fór í fyrsta skipti á stórmót, á EM 2016, og fór sömuleiðis á fyrsta heimsmeistaramótið 2018. Aðspurður um hápunkta ferilsins stendur hann ekki á svörum. „Það helsta sem stendur upp úr eru náttúrulega þessi landsliðsár þar sem allt gekk upp og við vorum með lið sem gat unnið nánast hvaða andstæðing sem er. Það er það langstærsta á ferlinum. Svo eru Íslandsmeistaratitlarnir geggjaðir líka. Hammarby-tíminn var mjög skemmtilegur, sem er ein af ástæðunum sem ég fór þangað aftur. Þetta voru bestu fótboltaárin mín, 2015 til 2018 sirka,“ segir Birkir Már. Leikirnir við Austurríki og England á EM séu án efa þeir minnistæðustu. „Þessir EM-leikir þarna, Austurríki og England, eru þeir leikir sem maður man best eftir. Ég man yfirleitt ekki fótboltaleiki rosa vel aftur í tímann. En þeir leikir, ég man mjög vel eftir þeim, allar mínútur nánast. Þetta eru risastórir leikir í íslenskri knattspyrnusögu og þeir gleymast held ég mjög seint,“ Birkir Már Sævarsson tekur á Raheem Sterling.vísir/getty Margur atvinnumaðurinn frá Íslandi hefur farið víðar en Birkir Már. Telja má upp þónokkra félaga hans úr landsliðinu sem telja lið sín erlendis á fingrum beggja handa. Svo er ekki hjá Birki sem var félögum sínum tryggur. Hann spilaði fyrir Brann í sjö ár og Hammarby í þrjú áður en hann sneri aftur heim í Val 2018. Hann segist ekki sjá eftir neinu þegar litið er yfir ferilinn. „Nei, í rauninni ekki. Ég bara er mjög ánægður með ferilinn minn. Ég hefði örugglega getað reynt að koma mér eitthvað eftir EM. En ég var orðinn svo gamall, ég held það hafi verið aðeins erfiðara fyrir mig, orðinn 32 ára. Ég hringdi aldrei í umboðsmanninn minn og krafðist þess að fara í burtu. Okkur leið bara svo vel í Bergen fyrst, í þessi sjö ár sem við vorum þar, og svo í Hammarby,“ „Mér fannst svo gott að vera á þessum stöðum að ég var ekkert að ýta á skipti í burtu. Ég tók þann pól í hæðina að ef okkur leið vel og fjölskyldunni leið vel þá var engin ástæða til að rífa allt upp og fara eitthvað annað. Ég hugsaði þetta þannig og sé ekki eftir því. Þetta voru geggjuð ár,“ segir Birkir Már. Eyddi meiri tíma með Ögmundi en fjölskyldunni Aðspurður um bestu liðsfélagana á Birkir erfiðara með að svara. Þónokkrar hetjur sem léku með Val á hans fyrstu árum með liðinu, og í Íslandsmeistaraliðinu 2007, standa upp úr. „Úff, þeir eru svo margir. Það er erfitt að taka einhverja út fyrir sviga. Eftirminnilegastir úr Val eru líklega Sigurbjörn Hreiðarsson og Haukur Páll, fyrirliðarnir. Maður var náttúrulega skíthræddur við Sigurbjörn Hreiðarsson í svona 2-3 ár þegar maður kom upp í meistaraflokk. Maður yrti ekki á hann. Hann er mjög eftirminnilegur frá þessum fyrstu árum í Val, þeir voru nokkrir, Sigurbjörn og Gummi Ben og svona. Mjög skemmtilegir náungar en að sama skapi körfuharðir og gerðu mann að betri fótboltamanni,“ segir Birkir Már, sem nefnir einnig félaga úr landsliðinu. „Svo eru þessir landsliðsgaurar allir, sem ég var mest í kringum. Kári og Jói fyrir framan mig sem maður var að vinna með í leikjunum. Ég held þeir hafi hjálpað mér líka að verða betri fótboltamaður. En þeir eru svo margir, ég er búinn að spila með svo mörgum leikmönnum að það er eiginlega ósanngjarnt að vera að taka einhverja og sleppa einhverjum,“ segir Birkir Már. Ögmundur var herbergisfélagi Birkis í landsliðinu, og liðsfélagi í Hammarby og Val.Carl Recine - Pool/Getty Images Ögmundur Kristinsson samdi við Val í sumar er hann sneri heim úr atvinnumennsku. Hann var herbergisfélagi Birkis með landsliðinu og lék einnig með honum í Hammarby. Þeir eru miklir mátar. „Maður hangir svo mikið með þessum gaurum. Ég og Ömmi, við vorum saman hjá Hammarby og vorum herbergisfélagar í landsliðinu, við tókum einhvern tímann saman hvað við hefðum eytt mörgum dögum saman á einu ári. Ég held það hafi verið 5-6 mánuðir sem við vorum saman í ferðum. Maður verður helvíti náinn svoleiðis liðsfélögum,“ segir Birkir Már. Vill Willum út á völl Þjálfarar Birkis Más eru margir eftir svona langan feril. Einn stendur öðrum ofar, núverandi heilbrigðisráðherra. Birkir segir Willum Þór Þórsson eiga mikið í sínum ferli, án hans væri hann að sprikla í neðri deildum. „Þeir standa allir upp úr á sinn hátt. En Willum er sá sem gerði mig að bakverði og var þjálfari þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst hann geggjaður, hann er alltaf í miklu uppáhaldi. Óli Jó er líka mjög eftirminnilegur og skemmtilegur. Svo Lars og Heimir, þetta eru einhvern veginn allir,“ segir Birkir. Willum Þór stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils árið 2007. Birkir segir hann eiga stóran þátt í velgengni sinni.©Daníel Rúnarsson „Willum er alltaf aðeins efst í huga hjá mér af því það var hann sem sá bakvörðinn í mér. Ef ég hefði ekki orðið bakvörður, þá hefði ég sennilega verið kantmaður í 1. eða 2. deild, max. Það var helvíti mikið gæfuspor að hann hafi séð að ég gæti spilað bakvörð,“ Þarf Willum þá ekki að fara að snúa aftur á völlinn? „Er þetta ekki komið gott af pólitík og setja hann út á völl aftur? Ég held að það sé kominn tími til,“ segir Birkir Már. Fjölskyldan í fyrsta sæti Fjölskylda Birkis Más fær nú fyrsta sætið. Hann flaug út til Stokkhólms á mánudag, beint eftir leik helgarinnar. Hann stefnir ekki á þjálfun þar ytra. „Nei, ekki til að byrja með. Mig langar eiginlega að vera í fríi um helgar og á kvöldin. Ég veit að ef ég fer í yngri flokka þjálfun þá er það vinnutíminn, kvöld og helgar. Ég væri alveg til í að vera laus við það, ef ég myndi hætta í fótbolta, myndi mig langa að eyða þeim tíma með fjölskyldunni. Horfa á strákana mína að spila og tuða eitthvað yfir því hvað þeir eru að gera og svona. Ég fer ekki að þjálfa, allavega strax, en það kemur örugglega einhver löngun seinna. Þá díla ég bara við það þá,“ segir Birkir Már. Hvernig á að nýta tímann sem færi annars í boltann? „Það verður örugglega eitthvað gott hægt að gera við þetta. Að vera með fjölskyldunni, ég held það sé það sem mig langar mest að gera. Ég er búinn að missa af svo mörgum leikjum hjá þeim og mótum, núna ætla ég að njóta þess að vera á hliðarlínunni og fylgjast með þeim. Það verður svo næs að allt snúist ekki um að það sé æfing í fyrramálið eða leikur um helgina,“ segir Birkir Már. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst í greininni. Einnig má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu, þar á meðal hér að neðan. Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Birkir Már er 39 ára gamall og ákvað að kalla þetta gott síðustu helgi. Hann fór beinustu leið til Stokkhólms en fjölskylda hans flutti þangað síðasta vetur. Hann segir þetta lokatímabil með Val, sem endaði í þriðja sæti en töluvert á eftir toppliðunum tveimur, hafa reynt á. „Þetta er búið að vera mikið upp og niður. Fullmikið niður fyrir minn smekk,“ segir Birkir Már um nýafstaðið tímabil. Klippa: Birkir Már gerir upp ferilinn „Ég tala bara fyrir sjálfan mig, en ég held að flestir séu sammála. Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil. Það hafa verið margir leikir sem við höfum alveg verið með en misst þá niður. Það eru fullt af stigum sem við tapað í uppbótartíma eða úr vinningsstöðu. Þetta hefur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ekkert sérstaklega skemmtilegt tímabil,“ segir Birkir Már. Birkir hefur verið hjá Val frá unga aldri.Instagram/@birkir84 Þrátt fyrir erfiðleikana, þjálfaraskipti og misgóðan árangur, hafi stemningin í Valsliðinu verið góð. „Ég elska ennþá að vera í klefanum með strákunum. Stemningin, fyrir mér er ekkert að henni. Ég gæti farið niður í klefa og setið þar í átta klukkutíma með gaurunum. Þetta er góður hópur en auðvitað vildum við fyrsta sætið og hópurinn er þannig að við áttum að geta unnið deildina og bikarinn. Stundum er þetta svona í íþróttum,“ segir Birkir Már. Framtíðin björt á Hlíðarenda Hann væntir þá einhverra breytinga hjá Val, enda ný stjórn tekin við og Börkur Edvardsson hættur sem formaður knattspyrnudeildar eftir að hafa starfað fyrir deildina í um tvo áratugi. Birkir Már segir einhverra breytinga að vænta vegna þessa og er bjartsýnn á framhaldið hjá Val. Valsari í húð og hár.Instagram/@birkir84 „Það virðast vera einhverjar breytingar á leiðinni. Það er alveg ný stjórn og talað um nýjar stöður sem félagið ætlar að búa til og svona. Varðandi leikmenn veit ég ekki, það er margir komnir svolítið yfir þrítugt en eru allir með samning og verða vonandi bara áfram á næsta tímabili,“ segir Birkir Már. „Svo er það bara eins og alltaf að þá verður bætt við leikmönnum og svo vonandi helst sem fyrst förum við að sjá stráka koma upp úr unglingastarfinu. Ég held að það séu á næstu árum, flokkarnir eru orðnir það stórir, og maður er farinn að sjá stráka í þriðja og öðrum flokki sem eiga alveg að eiga möguleika á að spila fyrir meistaraflokk,“ „Ég held að framtíðin sé björt hvað það varðar. Hverfið er búið að endurnýja sig það mikið og flokkarnir eru mjög stórir, miðað við hvernig það hefur verið. Þegar ég var að æfa vorum við 11 eða 12 í þriðja flokki. Núna held ég að þeir séu 60. Þetta eru aðeins breyttir tímar,“ segir Birkir Már. Allt breytt á svæðinu Breytingarnar hafa verið miklar hjá félaginu frá því að hann æfði í yngri flokkum í kringum aldamót. Nýtt íþróttahús, stúka og völlur hafa verið reist og þá hefur gervigrasvöllum til æfinga fjölgað verulega síðustu misseri. „Þetta er náttúrulega allt annað dæmi. Ég man í öðrum flokki eða þriðja þegar uppbyggingin var hérna þá æfðum við aldrei hér heldur bara út um allan bæ. Nú er að bætast við enn einn gervigrasvöllurinn hérna niðurfrá. Ég held að krakkarnir geti ekki kvartað mikið þegar sá völlur er klár. Þjálfaramálin eru í góðum málum og ég held að allt sé til alls til þess að yngri flokkarnir hjá Val geti farið að vinna mót og skila leikmönnum upp í meistaraflokka karla og kvenna,“ segir Birkir Már. EM 2016 eftirminnilegast Birkir Már er þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 103 leiki fyrir land og þjóð. Hann var hluti af karlalandsliðinu sem fór í fyrsta skipti á stórmót, á EM 2016, og fór sömuleiðis á fyrsta heimsmeistaramótið 2018. Aðspurður um hápunkta ferilsins stendur hann ekki á svörum. „Það helsta sem stendur upp úr eru náttúrulega þessi landsliðsár þar sem allt gekk upp og við vorum með lið sem gat unnið nánast hvaða andstæðing sem er. Það er það langstærsta á ferlinum. Svo eru Íslandsmeistaratitlarnir geggjaðir líka. Hammarby-tíminn var mjög skemmtilegur, sem er ein af ástæðunum sem ég fór þangað aftur. Þetta voru bestu fótboltaárin mín, 2015 til 2018 sirka,“ segir Birkir Már. Leikirnir við Austurríki og England á EM séu án efa þeir minnistæðustu. „Þessir EM-leikir þarna, Austurríki og England, eru þeir leikir sem maður man best eftir. Ég man yfirleitt ekki fótboltaleiki rosa vel aftur í tímann. En þeir leikir, ég man mjög vel eftir þeim, allar mínútur nánast. Þetta eru risastórir leikir í íslenskri knattspyrnusögu og þeir gleymast held ég mjög seint,“ Birkir Már Sævarsson tekur á Raheem Sterling.vísir/getty Margur atvinnumaðurinn frá Íslandi hefur farið víðar en Birkir Már. Telja má upp þónokkra félaga hans úr landsliðinu sem telja lið sín erlendis á fingrum beggja handa. Svo er ekki hjá Birki sem var félögum sínum tryggur. Hann spilaði fyrir Brann í sjö ár og Hammarby í þrjú áður en hann sneri aftur heim í Val 2018. Hann segist ekki sjá eftir neinu þegar litið er yfir ferilinn. „Nei, í rauninni ekki. Ég bara er mjög ánægður með ferilinn minn. Ég hefði örugglega getað reynt að koma mér eitthvað eftir EM. En ég var orðinn svo gamall, ég held það hafi verið aðeins erfiðara fyrir mig, orðinn 32 ára. Ég hringdi aldrei í umboðsmanninn minn og krafðist þess að fara í burtu. Okkur leið bara svo vel í Bergen fyrst, í þessi sjö ár sem við vorum þar, og svo í Hammarby,“ „Mér fannst svo gott að vera á þessum stöðum að ég var ekkert að ýta á skipti í burtu. Ég tók þann pól í hæðina að ef okkur leið vel og fjölskyldunni leið vel þá var engin ástæða til að rífa allt upp og fara eitthvað annað. Ég hugsaði þetta þannig og sé ekki eftir því. Þetta voru geggjuð ár,“ segir Birkir Már. Eyddi meiri tíma með Ögmundi en fjölskyldunni Aðspurður um bestu liðsfélagana á Birkir erfiðara með að svara. Þónokkrar hetjur sem léku með Val á hans fyrstu árum með liðinu, og í Íslandsmeistaraliðinu 2007, standa upp úr. „Úff, þeir eru svo margir. Það er erfitt að taka einhverja út fyrir sviga. Eftirminnilegastir úr Val eru líklega Sigurbjörn Hreiðarsson og Haukur Páll, fyrirliðarnir. Maður var náttúrulega skíthræddur við Sigurbjörn Hreiðarsson í svona 2-3 ár þegar maður kom upp í meistaraflokk. Maður yrti ekki á hann. Hann er mjög eftirminnilegur frá þessum fyrstu árum í Val, þeir voru nokkrir, Sigurbjörn og Gummi Ben og svona. Mjög skemmtilegir náungar en að sama skapi körfuharðir og gerðu mann að betri fótboltamanni,“ segir Birkir Már, sem nefnir einnig félaga úr landsliðinu. „Svo eru þessir landsliðsgaurar allir, sem ég var mest í kringum. Kári og Jói fyrir framan mig sem maður var að vinna með í leikjunum. Ég held þeir hafi hjálpað mér líka að verða betri fótboltamaður. En þeir eru svo margir, ég er búinn að spila með svo mörgum leikmönnum að það er eiginlega ósanngjarnt að vera að taka einhverja og sleppa einhverjum,“ segir Birkir Már. Ögmundur var herbergisfélagi Birkis í landsliðinu, og liðsfélagi í Hammarby og Val.Carl Recine - Pool/Getty Images Ögmundur Kristinsson samdi við Val í sumar er hann sneri heim úr atvinnumennsku. Hann var herbergisfélagi Birkis með landsliðinu og lék einnig með honum í Hammarby. Þeir eru miklir mátar. „Maður hangir svo mikið með þessum gaurum. Ég og Ömmi, við vorum saman hjá Hammarby og vorum herbergisfélagar í landsliðinu, við tókum einhvern tímann saman hvað við hefðum eytt mörgum dögum saman á einu ári. Ég held það hafi verið 5-6 mánuðir sem við vorum saman í ferðum. Maður verður helvíti náinn svoleiðis liðsfélögum,“ segir Birkir Már. Vill Willum út á völl Þjálfarar Birkis Más eru margir eftir svona langan feril. Einn stendur öðrum ofar, núverandi heilbrigðisráðherra. Birkir segir Willum Þór Þórsson eiga mikið í sínum ferli, án hans væri hann að sprikla í neðri deildum. „Þeir standa allir upp úr á sinn hátt. En Willum er sá sem gerði mig að bakverði og var þjálfari þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst hann geggjaður, hann er alltaf í miklu uppáhaldi. Óli Jó er líka mjög eftirminnilegur og skemmtilegur. Svo Lars og Heimir, þetta eru einhvern veginn allir,“ segir Birkir. Willum Þór stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils árið 2007. Birkir segir hann eiga stóran þátt í velgengni sinni.©Daníel Rúnarsson „Willum er alltaf aðeins efst í huga hjá mér af því það var hann sem sá bakvörðinn í mér. Ef ég hefði ekki orðið bakvörður, þá hefði ég sennilega verið kantmaður í 1. eða 2. deild, max. Það var helvíti mikið gæfuspor að hann hafi séð að ég gæti spilað bakvörð,“ Þarf Willum þá ekki að fara að snúa aftur á völlinn? „Er þetta ekki komið gott af pólitík og setja hann út á völl aftur? Ég held að það sé kominn tími til,“ segir Birkir Már. Fjölskyldan í fyrsta sæti Fjölskylda Birkis Más fær nú fyrsta sætið. Hann flaug út til Stokkhólms á mánudag, beint eftir leik helgarinnar. Hann stefnir ekki á þjálfun þar ytra. „Nei, ekki til að byrja með. Mig langar eiginlega að vera í fríi um helgar og á kvöldin. Ég veit að ef ég fer í yngri flokka þjálfun þá er það vinnutíminn, kvöld og helgar. Ég væri alveg til í að vera laus við það, ef ég myndi hætta í fótbolta, myndi mig langa að eyða þeim tíma með fjölskyldunni. Horfa á strákana mína að spila og tuða eitthvað yfir því hvað þeir eru að gera og svona. Ég fer ekki að þjálfa, allavega strax, en það kemur örugglega einhver löngun seinna. Þá díla ég bara við það þá,“ segir Birkir Már. Hvernig á að nýta tímann sem færi annars í boltann? „Það verður örugglega eitthvað gott hægt að gera við þetta. Að vera með fjölskyldunni, ég held það sé það sem mig langar mest að gera. Ég er búinn að missa af svo mörgum leikjum hjá þeim og mótum, núna ætla ég að njóta þess að vera á hliðarlínunni og fylgjast með þeim. Það verður svo næs að allt snúist ekki um að það sé æfing í fyrramálið eða leikur um helgina,“ segir Birkir Már. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst í greininni. Einnig má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu, þar á meðal hér að neðan.
Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira