Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:02 Mótmælendur veifa georgíska fánanum á mótmælum gegn kosningaúrslitunum í Tblisi. AP/Zurab Tsertsvadze Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu. Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu.
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira