Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn? Reynir Böðvarsson skrifar 3. nóvember 2024 22:01 Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun