Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 10:08 Bergþór Ólason skýtur á Bjarna og Sigurð Inga sem hafa vakið athygli fyrir graskersútskurð annars vegar og eldræðu lesna af spjaldtölvu í beinni útsendingu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag. Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira