Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun