Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Arngrímur Anton Ólafsson vann annað keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arngrímur Anton Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar stóð uppi sem sigurvegari á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Glæsileg tilþrif sáust á Bullseye á laugardagskvöldið. Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti