Misbrigði, tískusýning annars árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, var haldin í tíunda sinn á laugardaginn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins en á sýningunni sýndu fatahönnuðir framtíðarinnar hönnun sem unnin er úr flíkum sem að annars myndu ekki fá nýtt líf.
Nemendurnir sem að sýndu verk sýn í ár voru:
Alma Hildur Ágústsdóttir, Björk Bregendahl, Diane Francoiseau de Biran, Hafberg Sól, Hulda Kristín Hauksdóttir, Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir, Ólafía Elísabet Einarsd. Eyfells, Rieke Reiniak, Rósa Sigmarsdóttir, Stella Michiko og Sverrir Ingi Ingibergsson.

Í fréttatilkynningu segir að sýningin hafi gengið virkilega vel og öll þau sem að sýningunni komu eigi hrós skilið.
Fyrir þau sem að misstu af sýningunni og vilja ólm kynna sér verk fatahönnuða framtíðarinnar þá verða allar flíkurnar (outfittin) til sýnis í Grósku dagana 22.-24. nóvember.
„Verkefnið Misbrigði er nú unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Markmið þess er að rannsakaða leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar og vekja um leið athygli á textílsóun.
Það er óhætt að segja að framleiddur sé fatnaður langt um fram það sem við þurfum og að mengun af þeim sökum sé komin úr böndunum. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu þurfum við að huga að, draga úr neyslu og nýta betur það sem við höfum.
Þar getur skapandi endurnýting spilað veigamikið hlutverk í framtíðinni en það þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Með aðferðafræði hönnunar má glæða gömul klæði og efni nýju lífi,“ segir sömuleiðis í tilkynningunni.
Hér má sjá myndir af tískusýningunni:



































