Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 13:45 Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar