Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 6. nóvember 2024 10:15 Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Silfrið var á dagskrá sjónvarpsins í vikunni. Einn af gestunum var Davíð Þór Jónsson, prestur og frambjóðandi sósíalista. Meðal umræðuefna voru heilbrigðismálin og rak þar Davíð hvernig heilbrigðiskerfið hefur verið holað að innan undanfarna áratugi. Í dag væri fólk rukkað fyrir læknisþjónustu sem ekki hafi verið gert áður, fólk veigri sér við að kaupa nauðsynleg lyf vegna kostnaðar og börn deyji á meðan þau biðu eftir að komast á spítala. Plássleysið sé orðið það mikið. Heilbrigðisráðherra ætti að vita betur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var einnig gestur í þættinum. Hann viðurkenndi ekki þá punkta sem Davíð minntist á. Vildi sem minnst af þeim heyra. Þess í stað maldaði hann í móinn og hélt því fram, í fullri alvöru, að aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi „aukist til muna.” Mig grunar að allt það fólk sem hafi þurft að nýta sér læknisþjónustu viti betur. Á minni heilsugæslu lenti ég í því í fyrsta skipti síðasta vetur að ekki var lengur tekið við tímapöntunum til læknis. Var vinsamlegast beðinn um að hringja í lok mánaðar. Er þetta aukna aðgengið sem Willum talar um? Nú nýlega var kerfinu breytt þannig að fólk hefur verið beðið um að hringja stundvíslega klukkan 8:00 á föstudögum. Þannig sé möguleiki að fá tíma vikuna eftir. Valið um lækni og fyrirsjáanleiki tímans er enginn. Þetta þurfti ég að reyna þrjá föstudaga í röð. Í fyrstu tvö skiptin fékk ég þau svör að allt væri fullbókað. Samt hringdi ég á slaginu. Það voru bara svo margir aðrir sem hringdu líka. Þetta er ekki að auka aðgengið og er í skásta falli plástur á ónýtt kerfi. Fyrir 20 árum var bið eftir heimilislækni minni en vika Þegar ég var fimm ára gamall greindist ég með perthes sjúkdóm í mjöðminni. Móðir mín hefur margoft talað um þá reynslu sem dæmi um hrörnun heilbrigðiskerfisins. Bið eftir tíma hjá heimilislækni var á þeim tíma innan við vika. Þá er ég ekki að tala um hvaða lausa lækni sem er, heldur heimilislækninn okkar. Ég var sárþjáður af verkjum og því var gott að biðin var ekki lengri en í dag. Heimilislæknirinn fylgdi málinu vel eftir. Hann var í stöðugu sambandi við foreldra mína um næstu skref. Var í samskiptum við sérfræðinga og til staðar fyrir okkur. Það tók mjög skamman tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi litli drengur væri með sjúkdóm og hægt var að greina hratt hver næstu skref yrðu. Versta aðgengi á ævi minni Í dag þyrfti þetta 5 ára barn að bíða í meira en mánuð eftir tíma hjá lækni. Ef það er í boði að panta hann á annað borð. Það væri ekki hjá heimilislækninum, enda er hann nánast aldrei laus, ef maður er skráður hjá slíkum á annað borð. Þangað til þyrfti barnið og foreldrarnir að bíða í margar vikur, ekki vitandi hvers vegna barnið sé að þjást. Þannig að þegar Willum talar um að aðgengið sé búið að aukast, er það ekkert annað en haugalygi. Það er óboðlegt að stjórnmálamenn leyfi sér að tala svona. Allir vita að heilsugæslan hefur aldrei verið á verri stað hvað aðgengi varðar. Þetta er orðið þannig ástand að manni stendur ekki á sama. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun