Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að í aðdragandanum hafi öðrum bílnum, hvítum Range Rover, verið ekið suður Kringlumýrarbraut, en hinum bílnum, hvítum Jeep Compass, verið ekið norður Kringlumýrarbraut. Ökumaður þess síðarnefnda hugðist beygja til vinstri og aka vestur Laugaveg þegar árekstur varð með þeim.
„Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is Sérstaklega er óskað eftir vitnum að stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð,“ segir í tilkynningunni.