Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:59 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur en hann sleppur við bann vegna þessa máls. vísir / anton brink Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann. DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér. Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
DeAndre Kane truflaði upphitun Hattar í hálfleik á leik liðanna í Smáranum í síðasta mánuði en Kane fór þar upp að Courvoisier McCauley, leikmani Hattar. Leikmenn liðanna voru mættir aftur út á völl til að hita upp fyrir seinni hálfleik og í framhaldinu urðu mikil læti eins og sjá má hér fyrir neðan. Ljóst er að Kane og McCauley höfðu skipst á orðum í aðdragandanum. Dómarar leiksins urðu ekki vitni að atvikinu og bæði Kane og McCauley fengu að klára leikinn. Það tók síðan aganefnd KKÍ allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í málinu en hún kemur nú 23 dögum síðar. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er dæmd til að greiða 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi leikmanns Grindavíkur, DeAndre Kane, í leik Grindavíkur og Hattar í Bónusdeild karla þann 17. október 2024. Í málavaxtalýsingu greinir frá því að hinn tiltekni leikmaður félagsins hafi gert sér far um að trufla upphitun andstæðinga í þeim eina tilgangi að ögra þeim. Því til stuðnings er vísað til myndbandsupptöku hvers slóð er hlekkjuð við kæruna. Að mati framkvæmdastjóra kæranda er hegðun leikmannsins körfuknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar heldur þvert á móti skaði hún ímynd hennar á Íslandi. „Mat nefndarinnar er að háttsemi kærða í þessu máli sé ekki jafn líklega til þess fallin að valda skaða á ímynd körfuknattleiks á Íslandi eins og mál þar sem einstaklingar vega af ásetningi eða gáleysi að heiðri hreyfingarinnar með ummælum,“segir í niðurstöðu dómsins og áfram stendur þar: „Að því sögðu þá var háttsemi kærða, sem sést greinilega á upptöku, augljós vanvirðing við andstæðinginn sem leikmaðurinn viðhafði að óþörfu. Á þeim grundvelli er sekt kærða hæfilega ákvörðuð 35.000 kr. með vísan til fyrri framkvæmdar.“ Lesa má allan dóminn hér.
Bónus-deild karla Grindavík KKÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum