Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. nóvember 2024 08:45 Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun