Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Þar segir einnig að einn hafi verið handtekinn í tengslum við eftirlit lögreglu með ólöglegri starfsemi en sá neitaði að gefa upp nafn. Var hann látinn laus eftir að hann gaf að lokum upp persónuupplýsingar sínar.
Lögregla kom einnig að málum þegar tilkynnt var um umferðaróhapp en ágreiningur var uppi milli ökumanna um málsatvik.
Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.