„Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 06:59 Gideon Saar tók við sem utanríkisráðherra Ísrael fyrr í mánuðinum, af Israel Katz. Getty/Amir Levy Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, sagði í gær að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon. Talsmenn Hezbollah staðfesta að viðræður eigi sér stað en segja engar ákveðnar tillögur liggja fyrir að svo stöddu. Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa. Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Ísraelsher hefur barist við Hezbollah við landamæri Ísrael og Líbanon í rúmt ár, frá því að samtökin hófu árásir á norðurhluta Ísrael 8. október 2023, til að sýna „samstöðu“ með Hamas. Ísraelsmenn hafa síðan ráðist inn í Líbanon og staðið í hörðum aðgerðum gegn Hezbollah í suðurhluta landsins, til að freista þess að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn byggðum í norðurhluta Ísrael. Fjöldi íbúa á svæðinu, beggja megin landamærana, hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir að átökin brutust út. Saar sagði stjórnvöld í Ísrael reiðubúin til að ræða vopnahlé, að því gefnu að liðsmenn Hezbollah hétu því að halda sig norðan Litani-ár og að komið yrði í veg fyrir endurvopnun þeirra. Bandaríkjamenn hafa átt milligöngu um viðræður um vopnahlé og þá er annar ísraelskur ráðherra, Ron Dermer, sagður hafa ferðast til Rússlands í síðustu viku til að ræða möguleikann á því að Rússar tryggi að Hezbollah fái ekki vopn um Sýrland. Najib Mikati, starfandi forsætisráðherra Líbanon, er einnig sagður hafa fundað með ýmsum leiðtogum Arabaríkja, meðal annars Abdullah II, konung Jórdaníu, og Sabah Al-Khalid Al Sabah, krónprins Kúvæt. Mohammad Afif, talsmaður Hezbollah, sagði hins vegar á blaðamannafundi í gær að þrátt fyrir að þreifingar hefðu átt sér stað milli stjórnvalda í Washington, Moskvu, Tehran og víðar væru viðræður á frumstigi og engar ákveðnar tillögur á borðinu. Þess ber þó að geta að framkvæmdastjóri Hezbollah, Naim Qassem, hefur sagt samtökin reiðubúin til viðræðna og að þau hafi horfið frá fyrri skilyrðum sínum um vopnahlé á Gasa.
Ísrael Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira