Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:03 Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum við Tyrkland í febrúar. Getty/Arife Karakum Craig Pedersen hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir leikina tvo við Ítalíu í undankeppni EM, 22. og 25. nóvember. Liðið þarf að spjara sig án Martins Hermannssonar sem er meiddur. Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira