The Onion kaupir InfoWars Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2024 14:53 Alex Jones, fyrrverandi eigandi InfoWars segist ætla að halda áfram að framleiða efni á netinu. AP/David J. Phillip, Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Jones var dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni umfangsmiklar skaðabætur fyrir að hafa dreift samsæriskenningum um foreldrana og börn þeirra. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones notaði InfoWars til að dreifa sögum um að börnin sem voru myrt hefðu ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra væri leikarar. Foreldrarnir stóðu lengi frammi fyrir áreiti og ógnunum frá áhorfendum Jones. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar árið 2022 að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Jones dró fæturna í að greiða foreldrunum þessar upphæðir og sagðist ekki hafa efni á því, á sama tíma og hann lifði í vellystingum. Í september var svo ákveðið að InfoWars og tengdar eignir Jones yrðu seldar á uppboði. Sjá einnig: InfoWars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur InfoWars var sett á uppboð í morgun og keypt af The Onion. Til stendur að opna miðilinn á nýjan leik á næsta ári. Þá verður miðillinn rekinn með stuðningi samtakanna Everytown for Gun Safety, sem berjast fyrir hertum lögum varðandi skotvopnaeign í Bandaríkjunum. The Onion keypti bæði miðilinn og aðrar eignir hans, eins og upptökuver og fæðubótarefnasöludeild. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur verð miðilsins ekki fyrir. Í frétt New York Times segir að til standi að reka InfoWars sem háðsíðu af þeirri upprunalegu. Gera eigi grín að frægu og „skrítnu“ fólki á netinu sem geri út á samsæriskenningar og sölu fæðubótarefna. Ben Collins, einn eigenda Onion, tísti um kaupin í morgun þar sem hann spurði hvort einhvern vantaði fæðubótarefni, sem var vinsæl söluvara Alex Jones. Does anybody need millions of dollars worth of supplements?— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024 You better fucking subscribe to The Onion. This is the kind of thing we will do with your money.It allowed us to buy InfoWars. Now help us staff it. https://t.co/pEoO4ZPmLq— follow @bencollins on bluesky (@oneunderscore__) November 14, 2024
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira