Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 11:03 Macron gæti ákveðið að skipa starfstjórn fram að þeim tíma sem hann getur rofið þing og boðað aftur til kosninga en það má hann ekki fyrr en næsta sumar. Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira