Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvaða tungumál verður talað á Íslandi eftir 50 ár? Verða börnin okkar þá orðin minnihluti í eigin landi? Hvernig verða lífsgæði Íslendinga í aldarlok? Að öllu óbreyttu er ljóst að Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi, en erfitt er að átta sig á hvort það gerist eftir 10 eða 50 ár. Sú stefna sem hefur valdið sprengingu í fjölda innflytjenda á þessari öld hefur aldrei notið stuðnings meirihlutans. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að hér hafi verið farið illa með traust almennings. Fámennur en hávær hópur öfgamanna hefur með frekju og dónaskap komið í veg fyrir eðlilega umræðu um framtíð þjóðfélagsins. Miðflokkurinn hefur einn flokka staðið gegn slíkri skoðanakúgun frá fyrsta degi og í stað þess lagt til skynsamlegar umbætur í útlendingamálum. Ekki dugar að nema þar staðar, heldur þarf að endurskoða útlendingastefnu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því það eru hagsmunirnir sem ráðamenn eiga að tryggja, þeirra skyldur eru við þjóðina en ekki alþjóðastofnanir eða þjóðir allra landa. Ísland er heimkynni Íslendinga, ekki bara pláss fyrir fólk. Óskandi er að allir jarðarbúar eigi heimkynni, þar sem þeir eiga rætur og fjölskyldu. Heimkynni okkar hafa mótað okkur í 1150 ár og verið okkur harður herra. Þegar skyldan kallar jafnast fáar þjóðir á við Íslendinga í dugnaði, þrótti og alvöru. Vilji menn láta gott af sér leiða er hverri krónu margfalt betur varið í að hjálpa öðrum þjóðum við að ná sama árangri og íslenska þjóðin hefur náð en í að flytja þjakaðar þjóðir hingað. Í stað fjölda eigum við að einblína á gæði. Við skulum ekki vera hræddir við að velja og hafna hverjum við hleypum til landsins og gera kröfu um að þeir taki þátt í samfélaginu til að fá aðgang að hinu félagslega kerfi. Allt annað er gengisfelling á hugmyndinni um „velferðarsamfélag.“ Forsenda þess að afkomendur okkar eigi sér heimkynni eins og við er að allir synir og dætur landsins hefji upp kyndil frjálsrar hugsunar. Haldi menn áfram að láta undan skoðanakúgurum samþykkja þeir að á Íslandi verði áfram sýndarlýðræði, þar sem opinberri umræðu er stjórnað af fámennum öfgahópum af slíkri hörku að þær leiða sjálfkrafa að „réttri“ niðurstöðu fyrir öfgamennina. Hinn kosturinn er að hundsa ofríki þeirra og tilraunir um að fyrirskipa hvað við eigum að hugsa, segja og gera. Þannig hófst ítalska endurreisnin á 15. öld, er ungir menn vöknuðu af vitsmunalegum svefni hinna myrku miðalda. Í augum þeirra var frjáls hugsun forsenda umbóta, þeir kusu að ganga uppréttir og sóttu innblástur í gleymd og grafin rit Grikkja og Rómverja. Framtíðin er í höndum þeirra sem þora að feta í fótspor endurreisnarmanna. Áfram Ísland, X-M! Höfundur er formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar