Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 07:47 Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun