Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar 15. nóvember 2024 08:45 Fyrir nokkrum dögum birtu þrír einstaklingar grein hér á Vísi með fyrirsögninni „Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar“. Öll eiga höfundarnir það sameiginlegt að hafa verið mikið í fjölmiðlum á kjörtímabilinu að ræða hvalveiðar – oftast að eigin frumkvæði – en samt furða þau sig á hversu mikil umræðan er núna þegar stutt er eftir af kosningabaráttunni. Viðhorf þeirra í greininni er sérstakt því fá mál hafa verið eins áberandi undanfarin tvö ár. Eiga kosningar ekki einmitt að snúast um málin sem hafa einkennt stjórnmálin á tímabilinu? Greinarhöfundar segja að gagnrýnendur hvalveiða eigi að beina orðum sínum fyrst og fremst að löggjafanum en skilja ekki hvers vegna verið sé að ræða málið í aðdraganda þingkosninga! Helst hefði maður reyndar haldið að umræðan hefði kannski átt að deyja út í eitt skipti fyrir öll eftir eftirminnilegt atriði í áramótaskaupi síðasta árs. Maður á bágt með að trúa því að nokkur manneskja komi sér fyrir á bekk með hvalveiðisinnum eftir slíka útreið. Fyrir liggur að veiðar á langreyðum eru bæði úreltar og óréttmætar. Þær byggja á nítjándu aldar hugarfari um að villt spendýr geti verið auðlind og mögulegt sé að byggja upp iðnað við veiðar. Það geta þau ekki verið enda þjóðir heims uppteknar af því í samtímanum að tryggja líffræðilega fjölbreytni og að komandi kynslóðir geti upplifað sem heilbrigðust vistkerfi. Villt spendýr eru svo lífsbjörg en ekki auðlind fyrir örsmáan hluta mannkyns sem nýtir sér kjötið mest beint til manneldis og takmarkaðrar verslunar. Íslendingar eru ekki í þeim hópi. Aðrar afurðir villtra spendýra eru blessunarlega lítil verslunarvara og raunar langflestar stranglega bannaðar. Veiðar á stórhvelum hér við land eru best skilgreindar sem einhvers konar sportveiðar enda engin þörf á kjötinu. Sagan um mikilvægan útflutningsmarkað í Japan stenst enga skoðun. Fáar þjóðir láta ferskleika og gæði matvæla leika jafn stórt hlutverk í matarhefðum sínum og Japanir. Þjóð sem stærir sig meðal annars af besta nautakjöti í heimi hefur engan áhuga á að leggja sér til munns 60 ára kýr sem hafa safnað í sig mengandi efnum úr hafinu alla ævi. Langreyðar úr Norður Atlandshafi eru fullkomlega óþörf viðbót fyrir takmarkaða neyslu Japana til að minnast tímabils þegar hefðbundið ferskt kjöt var ekki á boðstólnum. Þeirra eigin veiðar á smærri hvölum eins og hrefnu duga fyrir innanlandsmarkað. Fjölmargt fólk telur reyndar að sportveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Dýrin geta einnig reynst einhvers konar tekjulind í þeim skilningi að þau kunna að vera atvinnuskapandi (til dæmis vegna leiðsagnar og annarrar ferðaþjónustu). En til þess að svo megi verða skal fylgja nákvæmum siðferðisviðmiðum sem ekki er hægt að uppfylla við veiðar á stórhvelum. Siðferðilega réttmætar sportveiðar byggja á því að grisja þurfi stofna (eða að um meindýr sé að ræða), að fyrirfram sé valið tiltekið dýr af ákveðnu kyni og aldri, að bráðin sé ekki þunguð, að veiðitímabil sé valið með hagsmuni dýranna í huga (fremur en veiðimanna) og að veiðiaðferð tryggi skjótan dauðdaga. Fleiri slík skilyrði mætti nefna. Ekkert ofangreindra skilyrða á við um veiðar á langreyðum við strendur Íslands. Mikilvægasta siðferðisviðmiðið er þó einfalt – virðing fyrir bráðinni. Það tók á að horfa á eftirlitsmyndbönd af veiðunum árið 2022, eins og ég gerði. Formaður Flokks fólksins brást í grát við að horfa á nokkur þeirra á þingnefndarfundi. Vissulega geta slys orðið við veiðar eins og aðrar mannlegar athafnir en þarna fór allt of mikið úrskeiðis enda bæði risavaxin bráð og skip á hreyfingu. Áhættan var of mikil. Spurningin um hvort að bráð sé sýnd virðing nær svo ekki síður yfir hvernig komið er fram við hana eftir að hún hefur gefið upp öndina. Sjálfur hef ég fengið að sjá ljósmyndir af skelfilegu virðingarleysi gagnvart langreyðunum þegar að vinnslu er komið í Hvalfirði (myndir sem eru meðal annars tilefni þess að ég sting niður penna). Sumt af því sem kemur fram á myndunum á ekki að sjást við neinar veiðar ef markmiðið er að fá samþykki samfélagsins fyrir siðlegum veiðum. Þarna virðist pottur vera alvarlega brotinn. Maður fölnar yfir tilhugsuninni um að þessar myndir fari í víðari dreifingu um heiminn. Það er hins vegar í sjálfu sér rétt sem kom fram í áðurnefndri grein hér á Vísi: Löggjafinn ber mesta ábyrgð. Til að koma í veg fyrir hvalveiðar er best að fella úr gildi úrelt lög um hvalveiðar og færa slíkar veiðar undir sömu lög og gilda um veiðar á öðrum villtum spendýrum. Sú niðurstaða kom svo sem fram í áliti umboðsmanns Alþingis í byrjun árs. Niðurstaða hans var fyrst og fremst að lögin væru úrelt; ráðherra bæri að stjórna veiðum með reglugerðum en áhugaleysi Alþingis í gegnum árin gerði það að verkum að reglugerðirnar gætu ekki tekið tillit til nútímalegra sjónarmiða. Það voru nú öll „alvarlegu lögbrot“ ráðherra að láta reyna á þetta atriði. En núna er tækifæri til að gera eitthvað í málinu. Þeir einu þrír flokkar sem enn styðja veiðar á stórhvelum við strendur Íslands hafa nokkra daga til að breyta um stefnu og segja við kjósendur að til standi að færa sig úr nítjándu öldinni og yfir í þá tuttugustu og fyrstu. Hvalveiðar hafa verið svona áberandi í umræðunni í kosningabaráttunni vegna þess að kjósendur gera sér alveg grein fyrir að stjórnmálafólk með höfuðið fast í fortíðinni er ekki líklegt til að bregðast á viðunandi hátt við stærstu áskorunum samtímans. Nítjándu aldar hugmyndir um hvað telst spilling eru svo efni í aðra grein. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtu þrír einstaklingar grein hér á Vísi með fyrirsögninni „Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar“. Öll eiga höfundarnir það sameiginlegt að hafa verið mikið í fjölmiðlum á kjörtímabilinu að ræða hvalveiðar – oftast að eigin frumkvæði – en samt furða þau sig á hversu mikil umræðan er núna þegar stutt er eftir af kosningabaráttunni. Viðhorf þeirra í greininni er sérstakt því fá mál hafa verið eins áberandi undanfarin tvö ár. Eiga kosningar ekki einmitt að snúast um málin sem hafa einkennt stjórnmálin á tímabilinu? Greinarhöfundar segja að gagnrýnendur hvalveiða eigi að beina orðum sínum fyrst og fremst að löggjafanum en skilja ekki hvers vegna verið sé að ræða málið í aðdraganda þingkosninga! Helst hefði maður reyndar haldið að umræðan hefði kannski átt að deyja út í eitt skipti fyrir öll eftir eftirminnilegt atriði í áramótaskaupi síðasta árs. Maður á bágt með að trúa því að nokkur manneskja komi sér fyrir á bekk með hvalveiðisinnum eftir slíka útreið. Fyrir liggur að veiðar á langreyðum eru bæði úreltar og óréttmætar. Þær byggja á nítjándu aldar hugarfari um að villt spendýr geti verið auðlind og mögulegt sé að byggja upp iðnað við veiðar. Það geta þau ekki verið enda þjóðir heims uppteknar af því í samtímanum að tryggja líffræðilega fjölbreytni og að komandi kynslóðir geti upplifað sem heilbrigðust vistkerfi. Villt spendýr eru svo lífsbjörg en ekki auðlind fyrir örsmáan hluta mannkyns sem nýtir sér kjötið mest beint til manneldis og takmarkaðrar verslunar. Íslendingar eru ekki í þeim hópi. Aðrar afurðir villtra spendýra eru blessunarlega lítil verslunarvara og raunar langflestar stranglega bannaðar. Veiðar á stórhvelum hér við land eru best skilgreindar sem einhvers konar sportveiðar enda engin þörf á kjötinu. Sagan um mikilvægan útflutningsmarkað í Japan stenst enga skoðun. Fáar þjóðir láta ferskleika og gæði matvæla leika jafn stórt hlutverk í matarhefðum sínum og Japanir. Þjóð sem stærir sig meðal annars af besta nautakjöti í heimi hefur engan áhuga á að leggja sér til munns 60 ára kýr sem hafa safnað í sig mengandi efnum úr hafinu alla ævi. Langreyðar úr Norður Atlandshafi eru fullkomlega óþörf viðbót fyrir takmarkaða neyslu Japana til að minnast tímabils þegar hefðbundið ferskt kjöt var ekki á boðstólnum. Þeirra eigin veiðar á smærri hvölum eins og hrefnu duga fyrir innanlandsmarkað. Fjölmargt fólk telur reyndar að sportveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Dýrin geta einnig reynst einhvers konar tekjulind í þeim skilningi að þau kunna að vera atvinnuskapandi (til dæmis vegna leiðsagnar og annarrar ferðaþjónustu). En til þess að svo megi verða skal fylgja nákvæmum siðferðisviðmiðum sem ekki er hægt að uppfylla við veiðar á stórhvelum. Siðferðilega réttmætar sportveiðar byggja á því að grisja þurfi stofna (eða að um meindýr sé að ræða), að fyrirfram sé valið tiltekið dýr af ákveðnu kyni og aldri, að bráðin sé ekki þunguð, að veiðitímabil sé valið með hagsmuni dýranna í huga (fremur en veiðimanna) og að veiðiaðferð tryggi skjótan dauðdaga. Fleiri slík skilyrði mætti nefna. Ekkert ofangreindra skilyrða á við um veiðar á langreyðum við strendur Íslands. Mikilvægasta siðferðisviðmiðið er þó einfalt – virðing fyrir bráðinni. Það tók á að horfa á eftirlitsmyndbönd af veiðunum árið 2022, eins og ég gerði. Formaður Flokks fólksins brást í grát við að horfa á nokkur þeirra á þingnefndarfundi. Vissulega geta slys orðið við veiðar eins og aðrar mannlegar athafnir en þarna fór allt of mikið úrskeiðis enda bæði risavaxin bráð og skip á hreyfingu. Áhættan var of mikil. Spurningin um hvort að bráð sé sýnd virðing nær svo ekki síður yfir hvernig komið er fram við hana eftir að hún hefur gefið upp öndina. Sjálfur hef ég fengið að sjá ljósmyndir af skelfilegu virðingarleysi gagnvart langreyðunum þegar að vinnslu er komið í Hvalfirði (myndir sem eru meðal annars tilefni þess að ég sting niður penna). Sumt af því sem kemur fram á myndunum á ekki að sjást við neinar veiðar ef markmiðið er að fá samþykki samfélagsins fyrir siðlegum veiðum. Þarna virðist pottur vera alvarlega brotinn. Maður fölnar yfir tilhugsuninni um að þessar myndir fari í víðari dreifingu um heiminn. Það er hins vegar í sjálfu sér rétt sem kom fram í áðurnefndri grein hér á Vísi: Löggjafinn ber mesta ábyrgð. Til að koma í veg fyrir hvalveiðar er best að fella úr gildi úrelt lög um hvalveiðar og færa slíkar veiðar undir sömu lög og gilda um veiðar á öðrum villtum spendýrum. Sú niðurstaða kom svo sem fram í áliti umboðsmanns Alþingis í byrjun árs. Niðurstaða hans var fyrst og fremst að lögin væru úrelt; ráðherra bæri að stjórna veiðum með reglugerðum en áhugaleysi Alþingis í gegnum árin gerði það að verkum að reglugerðirnar gætu ekki tekið tillit til nútímalegra sjónarmiða. Það voru nú öll „alvarlegu lögbrot“ ráðherra að láta reyna á þetta atriði. En núna er tækifæri til að gera eitthvað í málinu. Þeir einu þrír flokkar sem enn styðja veiðar á stórhvelum við strendur Íslands hafa nokkra daga til að breyta um stefnu og segja við kjósendur að til standi að færa sig úr nítjándu öldinni og yfir í þá tuttugustu og fyrstu. Hvalveiðar hafa verið svona áberandi í umræðunni í kosningabaráttunni vegna þess að kjósendur gera sér alveg grein fyrir að stjórnmálafólk með höfuðið fast í fortíðinni er ekki líklegt til að bregðast á viðunandi hátt við stærstu áskorunum samtímans. Nítjándu aldar hugmyndir um hvað telst spilling eru svo efni í aðra grein. Höfundur er heimspekingur.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun