Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 19:47 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira