Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:16 Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina. Sérstakt ekki satt? Stjórnmálaflokkarnir hafa í raun gefist upp fyrir ógnarvaldi atvinnugreinarinnar í samfélaginu, sem er magnað í sjálfu sér, þar sem fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan var sjávarútvegurinn eina útflutningsgrein þjóðarinnar, eða allt til 1970 þegar álverið í Straumsvík var ræst. Þjóðin með sjávarútvegsrentuna flæðandi um æðar samfélagsins byggði upp velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og aðra mikilvæga innviði um allt land. Stjórn fiskveiða lítur fyrst dagsins ljós 1976 þegar s.k., skrapdagakerfi var sett á. Bæði útgerð og sjómenn aðlöguðu sig að því í góðri sátt við stjórnvöld þess tíma. Ungir skipstjórar keyptu sér báta/skip og stofnuðu fiskvinnslur í kjölfarið. Bjartsýni og kraftur var allsráðandi, þrátt fyrir óðaverðbólgu, pólitíska spillingu og aðra erfiðleika í samfélaginu. Árið 1985 færði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur Davíð Oddsson, gaf fiskvinnslunni Ísbirninum Bæjarútgerð Reykjavíkur á silfurfat og sjávarútvegsfyrirtækið Grandi varð til. Kvótakerfið var innleitt af Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki 1984 samhliða s.k. sóknarmarki til eins árs reynslu, sem var síðan framlengt og sóknarmarkið fellt endanlega út 1988-9. Árið 1991 voru lög um frjálst framsal aflaheimilda samþykkt á alþingi af Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, stjórnmálaöflum sem kenndu sig við jöfnuð og samvinnu þegar hentaði fyrir kosningar. Gríðarleg samþjöppun aflaheimilda varð staðreynd í kjölfarið með tilheyrandi atvinnuleysi sjómanna og fiskvinnslufólks um allt land. Eftir magnað verkleysi undangenginna ríkisstjórna og Alþingi alls s.l. 40 ár er veruleikinn sá að átta fjölskyldufyrirtæki ráða yfir 70% af úthlutuðum aflaheimildum og fara með þjóðareignina líkt og um einkaeign væri að ræða. Það gera þau þrátt fyrir lög um stjórn fiskveiða, sem segja skýrt og skorinort að aflaheimildir mynda EKKI eignarétt eða óafturkræft forræði. Rentan af þessum sameiginlegu verðmætum þjóðarinnar er geymd í skattaskjólum ríkisstyrktu einokunarútgerðanna, sem hafa enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu okkar. Sömuleiðis er það ámælisvert af Alþingi að samþykkja að einungis séu greidd veiðigjöld af útgerðarhluta þessara fyrirtækja, þrátt fyrir óslitna virðiskeðju útgerða, fiskvinnslu og sölufyrirtækja. Þessu þarf að breyta og það getum við hæglega gert. Sósíalistaflokkurinn boðar eftirfarandi breytingar í sjávarútvegsmálum: Taka þarf á brotum innan kerfisins, þar sem kvótaþak er svívirt og horfast í augu við það að frjálsa framsalið er helsti dragbítur núverandi kerfis um fiskveiðistjórn. Tryggja þarf umsvifalaust frjálsar handfæraveiðar því þær endurreisa að hluta glataðan nýtingarrétt. Að koma á fót vel ígrunduðu dagakerfi í stað kvótakerfis. Slíta þarf á milli veiða og vinnslu og koma öllum ferskfiski á opinn uppboðsmarkað, sem tryggir hæsta verð fyrir fiskinn á hverjum degi. Með sjávarútvegsstefnu Sósíalistaflokksins mun rentan af sjávarútveginum í heild renna aftur um æðar samfélagsins, líkt og fyrir daga kvótakerfisins. Það er kominn tími til að breyta sjávarútvegsmálunum á Íslandi. Hin eina Sanna breyting er Sósíalismi. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun