Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2024 23:25 Axel Sæland er formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna. Axel Sæland Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“ Garðyrkja Orkumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“
Garðyrkja Orkumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira