Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Enn á ný er umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu komin á dagskrá. Það er eins og yfirráð Íslands yfir eigin auðlindum sé ekkert tiltökumál og bara einhver skemmtilegur jólapakki. Auðlindir í eigu þjóðar Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi. Orku- og fæðuöryggi Við sem þjóð megum ekki lenda í þeirri stöðu að ekki sé til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki í landinu, það þurfum við að tryggja. Við þurfum einnig að tryggja að matvælaframleiðsla sé í landinu og að hún sé á forsendum heilnæmis og sjálfbærni.Heimsfaraldur og stríð í Evrópu hafa sýnt okkur hversu fallvalt þetta öryggi er og það er mun meiri akkur fyrir íslenska þjóð að tryggja eigið öryggi en að taka áhættu á að aðrar þjóðir styðji okkur ekki þegar til kastanna kemur, eins og gerðist í bankahruninu, þegar lönd Evrópu snerust gegn okkur. Töpuð vinna og tækifæri Með inngöngu í ESB opnast fyrir frjálst kaupæði stórra auðhringja í íslensku samfélagi sem verður til þess að arður fyrirtækja fer úr landi, miðlæg atvinna, yfirstjórn og bakvinnsla færist erlendis og verður þannig til þess að atvinnuleysi eykst og laun lækka. Látum ekki blekkjast Umsókn er ekki aðildarviðræður heldur aðlögun og er ekki sú framtíðarsýn sem við í Framsókn höfum. Við viljum vera sjálfstæð þjóð með yfirráð yfir eigin auðlindum og við ætlum að tryggja að svo verði.Okkar krafa komi til ríkisstjórnarviðræðna er að Ísland verði ekki fært Evrópusambandinu í jólagjöf.Við ætlum að tryggja að Ísland verði jólagjöfin hvert einasta ár til afkomenda okkar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu komin á dagskrá. Það er eins og yfirráð Íslands yfir eigin auðlindum sé ekkert tiltökumál og bara einhver skemmtilegur jólapakki. Auðlindir í eigu þjóðar Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi. Orku- og fæðuöryggi Við sem þjóð megum ekki lenda í þeirri stöðu að ekki sé til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki í landinu, það þurfum við að tryggja. Við þurfum einnig að tryggja að matvælaframleiðsla sé í landinu og að hún sé á forsendum heilnæmis og sjálfbærni.Heimsfaraldur og stríð í Evrópu hafa sýnt okkur hversu fallvalt þetta öryggi er og það er mun meiri akkur fyrir íslenska þjóð að tryggja eigið öryggi en að taka áhættu á að aðrar þjóðir styðji okkur ekki þegar til kastanna kemur, eins og gerðist í bankahruninu, þegar lönd Evrópu snerust gegn okkur. Töpuð vinna og tækifæri Með inngöngu í ESB opnast fyrir frjálst kaupæði stórra auðhringja í íslensku samfélagi sem verður til þess að arður fyrirtækja fer úr landi, miðlæg atvinna, yfirstjórn og bakvinnsla færist erlendis og verður þannig til þess að atvinnuleysi eykst og laun lækka. Látum ekki blekkjast Umsókn er ekki aðildarviðræður heldur aðlögun og er ekki sú framtíðarsýn sem við í Framsókn höfum. Við viljum vera sjálfstæð þjóð með yfirráð yfir eigin auðlindum og við ætlum að tryggja að svo verði.Okkar krafa komi til ríkisstjórnarviðræðna er að Ísland verði ekki fært Evrópusambandinu í jólagjöf.Við ætlum að tryggja að Ísland verði jólagjöfin hvert einasta ár til afkomenda okkar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar