Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2024 07:56 Horft verður til þriggja tegunda krabbameins, þar á meðal lungnakrabbameins. Getty Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Stefnt er að því að finna um það bil þúsund slíka einstaklinga og safna ítarlegum gögnum um þá, í þeirri von um að finna nýjar leiðir til að berjast gegn alvarlegum krabbameinum. Leitað verður að einstaklingum sem hafa lifað afar lengi eftir að hafa greinst með eitt af þrenns konar krabbameinum; langt gengið lungnakrabbamein (e. extensive-stage small cell lung cancer), ákveðna tegund krabbameins í brisi (e. metastatic pancreatic ductal adenocarcinoma) og ákveðin heilaæxli (e. glioblastoma). Guardian hefur eftir Thankamma Ajithkumar, krabbameinssérfræðingi við Cambridge University sjúkrahúsið að venjulega sé ekki gert ráð fyrir að einstaklingar sem greinast með ofangreind mein lifi lengur en tvö eða þrjú ár. Hins vegar sé um þrjú til fimm prósent sem geri það og gott betur. Því sé vert að skoða hvort það er eitthvað við erfðir eða æxlisgerð viðkomandi einstaklinga sem spili þarna inn í. Ætlunin sé að reyna að finna leiðir til að berjast við meinin og hjálpa fleirum að lifa lengur. Vísindamennirnir gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum sé það eitthvað í ónæmiskerfinu sem hjálpar í baráttunni við krabbameinið og í einhverjum tilvikum séu það erfðafræðileg sérkennilegheit í meininu sjálfu sem gerir það viðkvæmara fyrir meðferð. Öllum gögnum verður safnað í gagnagrunn franska nýsköpunarfyrirtækisins Cure51 en Nicolas Wolikow, framkvæmdastjóri og einn stofnanda Cure51, segist vonast til þess að með átakinu verði vísindasamfélagið nær því að útrýma krabbameini. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira