Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson og Gunnar Sær Ragnarsson skrifa 18. nóvember 2024 11:32 Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar