Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. nóvember 2024 13:17 Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Á fjögurra ára fresti kjósum við til alþingis og sveitarstjórna, þó ekki á sama tíma. Þeir sem eru kjörnir eru kjörnir til að sinna þeim málefnum sem liggja á þeirra borðum. Semja um alls kyns hluti og standa við þá samninga. Bæði alþingis- og sveitarstjórnamenn hafa umboð almennings til að ganga til kjaraviðræðna við þá hópa sem heyra annars vegar undir ríkið – ríkisstarfsmenn – og hins vegar þá sem heyra undir sveitarstjórnir – starfsmenn bæja, borga og annarra sveitarfélaga. Almenningur gerir ráð fyrir að þeir samningar sem eru gerðir við starfsmenn ríkis og bæja séu þess eðlis að staðið sé við þá þannig að ekki komi til aðgerða að hálfu starfsmannanna til að fá greitt skv. undirrituðu samkomulagi. Í dag erum við stödd á þessari vegferð. Gert var samkomulag um laun opinberra starfsmanna um leið og samkomulag var gert við sama hóp um breytingu á lífeyrisréttindum. Þegar gert er samkomulag eða samningur þá er ekki nóg að annar aðili samkomulagsins standi við sitt. Opinberir starfsmenn tóku á sig skerðingu lífeyrisréttinda þegar ábyrgð ríkisins féll burt með þeim formerkjum að brátt yrðu laun þeirra þau sömu og hjá almennum sambærilegum stéttum. Þannig myndu opinberir starfsmenn greiða hærri greiðslu í lífeyri og fá þannig svipað út úr lífeyri og þeir hefðu fengið ef ekki hefði komið til skerðingar. Í dag eru verkföll í gangi og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja fara í verkfall. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja aftur sín gömlu lífeyrisréttindi. Það er ekki vegna þess að kennarar vilja sleppa því að hitta nemendur. Það er ekki vegna þess að kennarar eru mikið veikir. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélögin hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Það er vegna þess að ríkið og sveitarfélög hafa ekki uppfyllt sinn hluta samkomulagsins frá því fyrir ÁTTA árum. Sveitarstjórnarmenn fela sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga fær sitt umboð frá sveitarstjórnarmönnum. Sveitarstjórnarmönnum er í lófa lagt að stöðva öll verkföll. Þeir þurfa bara að viðurkenna samkomulagið, hefja greiðslur vegna þess og fá kennara til baka og börnin í skólana. Þeir vilja það bara ekki. Því segi ég... hvar eru þeir sem eru kosnir til þess að bera ábyrgð á því samkomulagi sem var gert. Samkomulagið er til staðar, þrátt fyrir að nýtt fólk sé víða komið í sveitastjórnir. Nú þarf þetta sama fólk að koma úr felum, hvetja samninganefndina sína til að ganga frá þessum málum og geta þá, en ekki fyrr en þá, gengið hnarrreist inn í skólana og hrósað kennurum og nemendum á hátíðastundum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórnarmenn verða líka að átta sig á einni hliðargrein þessarar baráttu. Kennarar hafa blásið rykið af vanefndum viðsemjenda sinna og sýnt fram á svart á hvítu hve illa greitt er fyrir kennarastarfið miðað við önnur sérfræðistörf með sambærilega menntun á bak við sig. Nemendur sem nú eru að spá í framtíðina sjá þetta. Þeir eru að spá í sína tekjumöguleika í lífinu til jafns við það að geta unnið við það sem heillar þá mest. Sumir munu verða í vandræðum ef ekki verður búið að leysa úr þessari deilu í vor. Það er alveg ljóst að framtíðarháskólanemar munu velta málunum betur fyrir sér áður en þeir setjast á kennaranámsbekkinn því nú vita þeir sem ekki vissu fyrir að kennarastarfið er vanmetið af þeim sem greiða þeim launin. Rífið ykkur í gang sveitarstjórnarmenn og þið kjörnu þingmenn og rekið af ykkur slyðruorðið, því að það eruð þið sem hafið lokaorðið en ekki ráðnir erindrekar í samninganefndinni ykkar. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og í stjórn og samninganefnd FG.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun