Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 18. nóvember 2024 13:02 Þann 7. nóvember s.l. efndu Samtök atvinnulífsins til umræðufundar með formönnum stjórnmálaflokkanna. Þar komu fram bæði rangfærslur og staðreyndavillur um íslenskan og norrænan vinnumarkað sem samtökin sjá sig tilknúin að leiðrétta. Þrátt fyrir þessa illagrunduðu umræðu kom þó skýrt fram að í reynd hefði verkalýðshreyfingin í síðustu samningum samið þannig að stuðlað væri að stöðugleika, lækkun vaxta og verðbólgu sem líklega er eina fullyrðingin sem frá þessum formönnum kom sem sannleikanum er samkvæm. Þessi árangur náðist með núverandi löggjöf, sem og allur sá ávinningur sem náðst hefur fyrir íslenskt atvinnulíf og launafólks til þessa. Íslenska vinnumarkaðslíkanið Íslenska vinnumarkaðslíkanið byggir á fimm grunnþáttum sem þróast hafa til þess að henta því litla samfélagi sem Ísland er, dreifðum byggðum landsins og íslensku hagkerfi. Sú þróun hefur átt sér stað fyrir tilstuðlan löggjafarvaldsins og í þríhliða samstarfi þegar henta hefur þótt, með túlkunum Félagsdóms og Hæstaréttar og þeim hefðum og venjum sem mótast hafa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga og í framkvæmd þeirra. Í fyrsta lagi byggir módelið á því að þeir kjarasamningar sem stéttarfélögin gera, gilda fyrir allt launafólk og alla atvinnurekendur um þau störf sem samið hefur verið um á því starfssvæði sem stéttarfélagið starfar. Þannig eru mótuð lágmarkskjör sem allt launafólk nýtur góðs af og tryggt að fyrirtækin í landinu keppi ekki sín í milli á grundvelli félagslegra undirboða. Þetta hefur verið sú brjóstvörn sem allt launafólk og ekki síst erlent vinnuafl hér á landi hefur haft um kjör sín. Í öðru lagi byggir það á umfangsmiklum þætti stéttarfélaganna í rekstri og umsjón með mikilvægum félags- og velferðarréttindum alls launafólks. Í þriðja lagi byggir það á mikilli félagsaðild og góðri samfélagslegri sátt um að svo skuli vera. Það hefur tekist án félagsnauðungar. Í fjórða lagi byggir módelið á því að allir taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir því hlutverki sem stéttarfélögum í landinu er ætlað. Skv. kjarasamningum innheimta atvinnurekendur iðgjald til stéttarfélaganna til þess að standa straum af þessum kostnaði og geri þeir það ekki kunna þeir að verða sjálfir ábyrgir fyrir greiðslu þess. Önnur iðgjöld greiða atvinnurekendur skv. ákvæðum kjarasamninga sem styrkt hafa verið með ákvæðum laga nr. 19/1979 og 55/1980. Í fimmta lagi byggir það á því að verkfallsrétturinn er bundinn við stéttarfélög sem ein hafa heimild til beitingar hans, ólíkt því sem víða er að sá réttur er einstaklingsbundinn þó skipulagður sé oftast af stéttarfélögum. Vegna hinnar miklu aðildar að stéttarfélögum hér á landi, vegna þess vandaða undirbúnings sem hafa þarf á um boðun verkfalla og atkvæðagreiðslur þar um, vegna þess að verkföll taka til allra sem laun taka skv. þeim kjarasamningi sem deilt er um og þar sem inn á kjörskrá vegna verkfalla eða þess vinnustaðar sem verkfalli er beint að, eru allir teknir sem verkfalli er ætlað að taka til hefur tekist að koma í veg fyrir það sem víða er glímt við erlendis sem eru tíð og oft lítt skipulögð skæruverkföll sem sett eru á án mikils fyrirvara. Félagafrelsi á Íslandi Í umræðu stjórnmálanna er ítrekað blandað saman aðildarskylduákvæðum og forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Í samþykktum stéttarfélaga og í kjarasamningum voru hér áður fyrr ákvæði um að allir sem unnu tiltekin störf skyldu vera félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi. Frá þessu fyrirkomulagi var horfið fyrir áratugum síðan m.a. vegna túlkana Mannréttindadómstóls Evrópu. Forgangsréttarákvæðin kveða hins vegar einfaldlega á um að ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um starf skuli sá félagsbundni ráðinn. Sama regla gildir við uppsagnir en í báðum tilvikum ræður mat atvinnurekanda þegar hæfni er metin nema augljóslega sé verið að mismuna á grundvelli stéttarfélagsaðildar. Um þetta málefni var sérstaklega fjallað þá er stjórnarskrá var breytt 1995 og rétt að ítreka það sem þar kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar. Þar segir: „Sérstök ástæða er til að nefna að svonefnd forgangsréttarákvæði, þegar í kjarasamningum er samið um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags skuli hafa forgang til vinnu á félagssvæði þess, leiða ekki af sér félagsskyldu af þeim toga sem fyrri málsliður 2. mgr. tekur til.“ Forgangsréttarákvæðin eru fullkomlega lögmæt og oft hefur reynt á gildi þeirra fyrir Félagsdómi. Þau eru jafnframt í samræmi við skyldur Íslands gagnvart grundvallarsamþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) eins og marg oft hefur verið úrskurðað um á þeim vettvangi. Launafólki á Íslandi er jafnframt ekki skylt samkvæmt lögum að vera í stéttarfélagi, eins og sjá má af 3. og 45. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og beinlínis er gert ráð fyrir að starfsmenn geti verið utan stéttarfélaga. Greiðsluskylda til stéttarfélags sem gerir kjarasamning um störf þeirra er jafnframt lögmæt og felur ekki í sér aðildarskyldu. Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er annars vegar mælt fyrir um að kjarasamningar séu lágmarkskjör og hins vegar að atvinnurekendum beri að halda eftir iðgjaldi til stéttarfélags hvað varðar alla starfsmenn á starfssviði til viðkomandi stéttarfélags. Geri þeir það ekki kunna þeir sjálfir að verða ábyrgir fyrir greiðslu þess. Þessi iðgjöld renna til þess að standa undir gerð kjarasamninga og þeirri þjónustu sem félögin inna af hendi í þágu allra sem vinna skv. kjarasamningum þeirra. Í nefndaráliti stjórnarskrárnefndar 1995 var um þetta fjallað og þar segir: Þá verður heldur ekki litið svo á umsamin skylda launþega til að greiða gjöld til stéttarfélaga sé félagsskylda af þeim meiði sem ákvæði þetta nær til. Í ljósi þessa lítur nefndin svo á að með samþykkt frumvarpsins sé í engu verið að hrófla við núverandi réttarstöðu á vinnumarkaði að því er varðar forgangsréttarákvæði, greiðslu félagsgjalda eða önnur réttindaákvæði." Heimildir ríkissáttasemjara Miklu ryki var feykt upp þegar fyrrverandi ríkissáttasemjari fór fram úr valdheimildum sínum í kjaradeilu Eflingar og SA. Þar tók hann einhliða ákvörðun um framlagningu miðlunartillögu, ákvað fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og krafist síðan aðgangs að félagatali viðkomandi stéttarfélags svo fátt eitt sé nefnt. Það ryk hefur nú sest og traust aftur skapast. Traust og samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara er lykill að velgengni vinnumarkaðslíkana Norðurlandanna sem eru mjög ólík þó sumt sé sameiginlegt. Líkönin hafa þróast hvert í sínu landi eftir stærð vinnumarkaðar, skipulagi hans og venjum og hefðum sem skapast hafa. T.d. byggir það danska, sem við lítum oft til, á kjarasamningi en ekki lögum. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara í anda hinna norðurlandanna byggir því bæði á vanþekkingu og fullkomnum misskilningi. Umræða íslenskra stjórnmálamanna í þessu efni er bæði óábyrg og á villigötum og ekki líkleg til að skapa sátt á vinnumarkaði. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þann 7. nóvember s.l. efndu Samtök atvinnulífsins til umræðufundar með formönnum stjórnmálaflokkanna. Þar komu fram bæði rangfærslur og staðreyndavillur um íslenskan og norrænan vinnumarkað sem samtökin sjá sig tilknúin að leiðrétta. Þrátt fyrir þessa illagrunduðu umræðu kom þó skýrt fram að í reynd hefði verkalýðshreyfingin í síðustu samningum samið þannig að stuðlað væri að stöðugleika, lækkun vaxta og verðbólgu sem líklega er eina fullyrðingin sem frá þessum formönnum kom sem sannleikanum er samkvæm. Þessi árangur náðist með núverandi löggjöf, sem og allur sá ávinningur sem náðst hefur fyrir íslenskt atvinnulíf og launafólks til þessa. Íslenska vinnumarkaðslíkanið Íslenska vinnumarkaðslíkanið byggir á fimm grunnþáttum sem þróast hafa til þess að henta því litla samfélagi sem Ísland er, dreifðum byggðum landsins og íslensku hagkerfi. Sú þróun hefur átt sér stað fyrir tilstuðlan löggjafarvaldsins og í þríhliða samstarfi þegar henta hefur þótt, með túlkunum Félagsdóms og Hæstaréttar og þeim hefðum og venjum sem mótast hafa í samskiptum aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga og í framkvæmd þeirra. Í fyrsta lagi byggir módelið á því að þeir kjarasamningar sem stéttarfélögin gera, gilda fyrir allt launafólk og alla atvinnurekendur um þau störf sem samið hefur verið um á því starfssvæði sem stéttarfélagið starfar. Þannig eru mótuð lágmarkskjör sem allt launafólk nýtur góðs af og tryggt að fyrirtækin í landinu keppi ekki sín í milli á grundvelli félagslegra undirboða. Þetta hefur verið sú brjóstvörn sem allt launafólk og ekki síst erlent vinnuafl hér á landi hefur haft um kjör sín. Í öðru lagi byggir það á umfangsmiklum þætti stéttarfélaganna í rekstri og umsjón með mikilvægum félags- og velferðarréttindum alls launafólks. Í þriðja lagi byggir það á mikilli félagsaðild og góðri samfélagslegri sátt um að svo skuli vera. Það hefur tekist án félagsnauðungar. Í fjórða lagi byggir módelið á því að allir taka þátt í þeim kostnaði sem fylgir því hlutverki sem stéttarfélögum í landinu er ætlað. Skv. kjarasamningum innheimta atvinnurekendur iðgjald til stéttarfélaganna til þess að standa straum af þessum kostnaði og geri þeir það ekki kunna þeir að verða sjálfir ábyrgir fyrir greiðslu þess. Önnur iðgjöld greiða atvinnurekendur skv. ákvæðum kjarasamninga sem styrkt hafa verið með ákvæðum laga nr. 19/1979 og 55/1980. Í fimmta lagi byggir það á því að verkfallsrétturinn er bundinn við stéttarfélög sem ein hafa heimild til beitingar hans, ólíkt því sem víða er að sá réttur er einstaklingsbundinn þó skipulagður sé oftast af stéttarfélögum. Vegna hinnar miklu aðildar að stéttarfélögum hér á landi, vegna þess vandaða undirbúnings sem hafa þarf á um boðun verkfalla og atkvæðagreiðslur þar um, vegna þess að verkföll taka til allra sem laun taka skv. þeim kjarasamningi sem deilt er um og þar sem inn á kjörskrá vegna verkfalla eða þess vinnustaðar sem verkfalli er beint að, eru allir teknir sem verkfalli er ætlað að taka til hefur tekist að koma í veg fyrir það sem víða er glímt við erlendis sem eru tíð og oft lítt skipulögð skæruverkföll sem sett eru á án mikils fyrirvara. Félagafrelsi á Íslandi Í umræðu stjórnmálanna er ítrekað blandað saman aðildarskylduákvæðum og forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Í samþykktum stéttarfélaga og í kjarasamningum voru hér áður fyrr ákvæði um að allir sem unnu tiltekin störf skyldu vera félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi. Frá þessu fyrirkomulagi var horfið fyrir áratugum síðan m.a. vegna túlkana Mannréttindadómstóls Evrópu. Forgangsréttarákvæðin kveða hins vegar einfaldlega á um að ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um starf skuli sá félagsbundni ráðinn. Sama regla gildir við uppsagnir en í báðum tilvikum ræður mat atvinnurekanda þegar hæfni er metin nema augljóslega sé verið að mismuna á grundvelli stéttarfélagsaðildar. Um þetta málefni var sérstaklega fjallað þá er stjórnarskrá var breytt 1995 og rétt að ítreka það sem þar kom fram í áliti stjórnarskrárnefndar. Þar segir: „Sérstök ástæða er til að nefna að svonefnd forgangsréttarákvæði, þegar í kjarasamningum er samið um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags skuli hafa forgang til vinnu á félagssvæði þess, leiða ekki af sér félagsskyldu af þeim toga sem fyrri málsliður 2. mgr. tekur til.“ Forgangsréttarákvæðin eru fullkomlega lögmæt og oft hefur reynt á gildi þeirra fyrir Félagsdómi. Þau eru jafnframt í samræmi við skyldur Íslands gagnvart grundvallarsamþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) eins og marg oft hefur verið úrskurðað um á þeim vettvangi. Launafólki á Íslandi er jafnframt ekki skylt samkvæmt lögum að vera í stéttarfélagi, eins og sjá má af 3. og 45. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og beinlínis er gert ráð fyrir að starfsmenn geti verið utan stéttarfélaga. Greiðsluskylda til stéttarfélags sem gerir kjarasamning um störf þeirra er jafnframt lögmæt og felur ekki í sér aðildarskyldu. Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er annars vegar mælt fyrir um að kjarasamningar séu lágmarkskjör og hins vegar að atvinnurekendum beri að halda eftir iðgjaldi til stéttarfélags hvað varðar alla starfsmenn á starfssviði til viðkomandi stéttarfélags. Geri þeir það ekki kunna þeir sjálfir að verða ábyrgir fyrir greiðslu þess. Þessi iðgjöld renna til þess að standa undir gerð kjarasamninga og þeirri þjónustu sem félögin inna af hendi í þágu allra sem vinna skv. kjarasamningum þeirra. Í nefndaráliti stjórnarskrárnefndar 1995 var um þetta fjallað og þar segir: Þá verður heldur ekki litið svo á umsamin skylda launþega til að greiða gjöld til stéttarfélaga sé félagsskylda af þeim meiði sem ákvæði þetta nær til. Í ljósi þessa lítur nefndin svo á að með samþykkt frumvarpsins sé í engu verið að hrófla við núverandi réttarstöðu á vinnumarkaði að því er varðar forgangsréttarákvæði, greiðslu félagsgjalda eða önnur réttindaákvæði." Heimildir ríkissáttasemjara Miklu ryki var feykt upp þegar fyrrverandi ríkissáttasemjari fór fram úr valdheimildum sínum í kjaradeilu Eflingar og SA. Þar tók hann einhliða ákvörðun um framlagningu miðlunartillögu, ákvað fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og krafist síðan aðgangs að félagatali viðkomandi stéttarfélags svo fátt eitt sé nefnt. Það ryk hefur nú sest og traust aftur skapast. Traust og samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara er lykill að velgengni vinnumarkaðslíkana Norðurlandanna sem eru mjög ólík þó sumt sé sameiginlegt. Líkönin hafa þróast hvert í sínu landi eftir stærð vinnumarkaðar, skipulagi hans og venjum og hefðum sem skapast hafa. T.d. byggir það danska, sem við lítum oft til, á kjarasamningi en ekki lögum. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara í anda hinna norðurlandanna byggir því bæði á vanþekkingu og fullkomnum misskilningi. Umræða íslenskra stjórnmálamanna í þessu efni er bæði óábyrg og á villigötum og ekki líkleg til að skapa sátt á vinnumarkaði. Höfundur er forseti ASÍ.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun