Yfirskrift fundarins er Samfélag á krossgötum, en þar sitja formenn allra flokka í framboði á landsvísu fyrir svörum um stefnu í málum sem helst varða afkomu og lífsgæði launafólks í landinu.
„Þau verða knúin svara um þeirra sýn á hvernig samfélag þau vilja byggja og hvernig hagsmunir launafólks verði tryggðir með þeirra stefnumálum.
Pallborðinu stýra Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.