Þetta er í annað skipti í röð sem bankinn lækkar vextina og hefur ákvörðunin fallið í góðan jarðveg. Seðlabankastjóri segist einnig vongóður um að lækkunarferlið haldi áfram.
Við höldum síðan áfram að fjalla um breytingar á búvörulögum og þær afleiðingar sem dómur héraðsdóms á dögunum hefur haft, en breytingarnar voru þar taldar fara í tráss við stjórnarskrá. Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald það sé rétt.
Einnig tökum við púlsinn á kennaradeilunni en aftur var boðað til formlegs fundar í morgun eftir fundarhöld gærdagsins.