„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2024 15:27 Nýi landsliðsbúningurinn. hsí Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira