Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 10:39 Ráðherrarnir voru hýrir á brá þegar þeir kynntu uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Loftslagsráð segir áætlunina nú ómarkvissa og óútfærða að mörgu leyti. Frá vinstri: Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir. Stjórnarráðið Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Hundrað og fimmtíu aðgerðum var teflt fram þegar ríkisstjórnin kynnti uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Þeim var lýst sem raunhæfum en metnaðarfullum lausnum og töluverðri aukningu frá fimmtíu aðgerðum sem fjallað var um í fyrri áætlun. Þær aðgerðir sem búið væri að meta gætu skilað 35 til 40 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum til 2030. Þetta árangursmat telur Loftslagsráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, ákaflega bjartsýnt í ljósi ýmissa veikleika sem það tínir til í áliti sem það gaf út um aðgerðaáætlunina fyrr í þessum mánuði. Samanlagður samdráttur í samfélagslosun vegna þeirra aðgerða sem séu fjármagnaðar og útfærðar í áætluninni sé áætlaður 27 prósent miðað við losun ársins 2005. Aðgerðir hvorki metnar út frá loftslagsávinningi né kostnaði Ráðið bendir á að aðgerðaáætlunin sé ómarkviss þrátt fyrir uppfærsluna í sumar. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að meta loftslagsávinning og kostnað við aðgerðirnar hafi ávinningur af aðeins 26 af 150 aðgerðum verið áætlaður og enginn þeirra hafa verið metin úr frá kostnaði. „Vinna þarf heildstætt mat á kostnaði og ábata, árangri og fjárfestingaþörf sem einnig beinist að þjóðhagslegum kostnaðarauka vegna tafa í framkvæmd eða skorti á samfellu og fyrirsjáanleika í hvatakerfum eða opinberum gjöldum,“ segir í álitinu. Þá fettir ráðið fingur út í að áætlunin sé ekki áfangaskipt með skýrum hætti, að ábyrgð á aðgerðum sé oft óljós og að margar aðgerðanna séu ófjármagnaðar. „Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna,“ segir í álitinu. Enn sé fjöldi aðgerða sem beinist að stórum uppsprettum losunar eins og að sjávarútvegi og landbúnaði óútfærður sex árum eftir að fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunarinnar var lögð fram. Skortir gagnsæi um tekjur og útgjöld vegna aðgerðanna Gagnsæi um tekjur og útgjöld stjórnvalda vegna aðgerða í loftslagsmálum er sagt takmarkað líkt og í fyrri útgáfum áætlunarinnar. Það segir Loftslagsráð forsendu grænnar fjárlagagerðar og samhæfingar stefnu í loftslagsmálum við ríkisfjármál sem sé aftur lykilþáttur í framkvæmd aðgerðanna. Skerpa þurfi heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkifjármálum. Niðurstaða Loftslagsráðs er að þáttaskil þurfi að verða í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld þurfi að sýna frumkvæði, stefnufestur, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgeðrum í loftslagsmálum sem skapi umgjörð og aðstæður fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og almenning til að takast á við loftslagsvá. „Skýr langtímasýn og hugrekki þurfa að liggja til grundvallar fjárfestingum og ráðstöfun fjármuna,“ segir í áltinu. Samfélagslosun á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um þrjú prósent á milli 2023 og 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í byrjun október. Hún hefur dregist saman um 14,4 prósent frá árinu 2005. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er búið að staðfesta hlutdeild Íslands í nýjasta markmiði ESB um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins en Umhverfisstofnun telur líklegt að hún verði um 41 prósent. Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Hundrað og fimmtíu aðgerðum var teflt fram þegar ríkisstjórnin kynnti uppfærða aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum í júní. Þeim var lýst sem raunhæfum en metnaðarfullum lausnum og töluverðri aukningu frá fimmtíu aðgerðum sem fjallað var um í fyrri áætlun. Þær aðgerðir sem búið væri að meta gætu skilað 35 til 40 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum til 2030. Þetta árangursmat telur Loftslagsráð, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, ákaflega bjartsýnt í ljósi ýmissa veikleika sem það tínir til í áliti sem það gaf út um aðgerðaáætlunina fyrr í þessum mánuði. Samanlagður samdráttur í samfélagslosun vegna þeirra aðgerða sem séu fjármagnaðar og útfærðar í áætluninni sé áætlaður 27 prósent miðað við losun ársins 2005. Aðgerðir hvorki metnar út frá loftslagsávinningi né kostnaði Ráðið bendir á að aðgerðaáætlunin sé ómarkviss þrátt fyrir uppfærsluna í sumar. Þrátt fyrir að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að meta loftslagsávinning og kostnað við aðgerðirnar hafi ávinningur af aðeins 26 af 150 aðgerðum verið áætlaður og enginn þeirra hafa verið metin úr frá kostnaði. „Vinna þarf heildstætt mat á kostnaði og ábata, árangri og fjárfestingaþörf sem einnig beinist að þjóðhagslegum kostnaðarauka vegna tafa í framkvæmd eða skorti á samfellu og fyrirsjáanleika í hvatakerfum eða opinberum gjöldum,“ segir í álitinu. Þá fettir ráðið fingur út í að áætlunin sé ekki áfangaskipt með skýrum hætti, að ábyrgð á aðgerðum sé oft óljós og að margar aðgerðanna séu ófjármagnaðar. „Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna,“ segir í álitinu. Enn sé fjöldi aðgerða sem beinist að stórum uppsprettum losunar eins og að sjávarútvegi og landbúnaði óútfærður sex árum eftir að fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunarinnar var lögð fram. Skortir gagnsæi um tekjur og útgjöld vegna aðgerðanna Gagnsæi um tekjur og útgjöld stjórnvalda vegna aðgerða í loftslagsmálum er sagt takmarkað líkt og í fyrri útgáfum áætlunarinnar. Það segir Loftslagsráð forsendu grænnar fjárlagagerðar og samhæfingar stefnu í loftslagsmálum við ríkisfjármál sem sé aftur lykilþáttur í framkvæmd aðgerðanna. Skerpa þurfi heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkifjármálum. Niðurstaða Loftslagsráðs er að þáttaskil þurfi að verða í framkvæmd loftslagsaðgerða og að stjórnvöld þurfi að sýna frumkvæði, stefnufestur, fyrirhyggju og fyrirsjáanleika í aðgeðrum í loftslagsmálum sem skapi umgjörð og aðstæður fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og almenning til að takast á við loftslagsvá. „Skýr langtímasýn og hugrekki þurfa að liggja til grundvallar fjárfestingum og ráðstöfun fjármuna,“ segir í áltinu. Samfélagslosun á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um þrjú prósent á milli 2023 og 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í byrjun október. Hún hefur dregist saman um 14,4 prósent frá árinu 2005. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er búið að staðfesta hlutdeild Íslands í nýjasta markmiði ESB um 55 prósent samdrátt fyrir lok áratugsins en Umhverfisstofnun telur líklegt að hún verði um 41 prósent.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03 Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 2. október 2024 12:03
Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Kostnaður ríkisins vegna undanþágu fyrir flugfélögin frá hertum losunarkröfum Evrópusambandsins gæti numið allt að rúmum þremur milljörðum króna næstu tvö árin. Losunarheimildir sem flugfélögin fá endurgjaldslaust koma frá íslenska ríkinu. 8. október 2024 08:02