Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:00 Píratar mælast aftur út af þingi og Samfylkingin bætir vð sig í fyrsta sinn í hálft ár. Samfylkingin fengi 16 þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninganna. Vísir Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Samfylkingin mælist nú með 22,7 prósenta fylgi en mældist í síðustu könnun Maskínu með 20,1 prósent og bætir töluvert við sig. Eftir að hafa verið á niðurleið í könnunum síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana og mælist nú með sama fylgi og 18. október. Könnunin var gerð dagana 15. til 20. nóvember og tóku 1.400 þátt. Brotthvarf Þórðar Snæs gæti verið vinsælt Þórður Snær Júlíusson frambjóðandi Samfylkingarinnar tilkynnti á laugardag að hann ætli ekki að taka þingsæti hljóti hann kjör í komandi þingkosningum, vegna gamalla bloggskrifa hans sem vöktu reiði margra. „Það kann vel að vera að þetta skýri eitthvað. Það var farið að tala um að konur hefðu snúið baki við flokknum út af þessu en það segir, niðurbrotið í þessari könnun, að það séu hlutfallslega fleiri konur en kallar sem ætli að kjósa flokkinn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri en tæp 23 prósent kvenna sem svara könnuninni ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn er enn á flugi og bætir við sig heilu prósentustigi milli kannana, fer úr 19,9 prósentum í 20,9. Enn er marktækur munur á henni og Sjálfstæðisflokki, sem bætir við sig 1,2 prósentum og er nú í 14,6. „Mér finnst þegar ég horfi á þetta að Viðreisn sé að ná stöðugleika einhvers staðar í kringum 20 prósent. Um og rétt undir því. Þetta hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir Viðreisn. Þegar við horfum á Sjálfstæðisflokkinn er hann, horfandi á þessa könnun og þær sem á undan hafa komið, er hann ekki að ná spyrnu upp á við og virðist ekki ætla að ná mikið meira en 14 prósent.“ Gengur hvorki né rekur hjá VG Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Lýðræðisflokks og Ábyrgrar Framtíðar. „VG, þau virðast bara vera frosin föst í kring um 3 - 3,5 prósentin og það virðist ekkert benda til að þau nái 5prósentum. Þó þau næðu manni inn á einum stað.“ Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 prósentum í 5,9 milli vikna og eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi - fara úr 6,3 prósentum í 5. Maskína „Framsókn er enn á lífi í þessari könnun ef við horfum á fimm prósentin. En þeir eru ekki að bæta við sig, þeir eru frekar að missa miðað við síðustu kannanir. Það er ekert jákvætt að frétta upp úr þessu fyrir Framsóknarmenn,“ segir Grétar Þór. Hann segir ekki endilega að góðar mælingar síðustu viku hjá Sósíalistum hafi verið afbrigði, enda hafi þeir mælst um sex prósentin í könnunum Prósents og Gallup líka. „Það dregur mjög nærri kosningum og miðað við þetta eru þeir ekki alveg að halda því. Þeir eru á fimm prósentunum, þannig að þeir eru hvergi nærri öruggir.“ Samfylking og Viðreisn nálægt meirihluta Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni, fara úr 5,1 prósenti í 4,3. Grétar bendir á að þeir hafi oft mælst með meira fylgi en skilar sér upp úr kjörkössunum. „Þannig að það er spurning hvort það sé ekki smá ástæða til að hafa áhyggjur, hvort þeir þurfi ekki að fara að spýta í lófana ef ekki á að fara illa,“ segir Grétar. Miðað við þingstyrk á landsvísu myndi Samfylkingin fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkur níu, Flokkur fólksins 6, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistaflokkurinn þrjá. „Það er orðið ansi nálægt því að Samfylking og Viðreisn nái meiri hluta þingsæta. Þau eru með 31 þingsæti saman þannig að þau þurfa þá einn partner í viðbót, ennþá allavega, til að geta myndað ríkisstjórn,“ segir Grétar. Það sé alls ekki útilokað að VG og Píratar fái kjördæmakjörna þingmenn, sem myndi breyta reikningsdæminu talsvert. „Ef Píratar líka kæmust inn með 5 prósentin og fengju þrjá jöfnunarmenn, þá er spurning hvort flokkarnir sem eru sterkir á landsbyggðinni fái einn mann gefins jafnvel á kostnað Samfylkingar eða Viðreisnar. Við sáum það í kosningunum 2013 hvernig það getur farið.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 22,7 prósenta fylgi en mældist í síðustu könnun Maskínu með 20,1 prósent og bætir töluvert við sig. Eftir að hafa verið á niðurleið í könnunum síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana og mælist nú með sama fylgi og 18. október. Könnunin var gerð dagana 15. til 20. nóvember og tóku 1.400 þátt. Brotthvarf Þórðar Snæs gæti verið vinsælt Þórður Snær Júlíusson frambjóðandi Samfylkingarinnar tilkynnti á laugardag að hann ætli ekki að taka þingsæti hljóti hann kjör í komandi þingkosningum, vegna gamalla bloggskrifa hans sem vöktu reiði margra. „Það kann vel að vera að þetta skýri eitthvað. Það var farið að tala um að konur hefðu snúið baki við flokknum út af þessu en það segir, niðurbrotið í þessari könnun, að það séu hlutfallslega fleiri konur en kallar sem ætli að kjósa flokkinn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri en tæp 23 prósent kvenna sem svara könnuninni ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn er enn á flugi og bætir við sig heilu prósentustigi milli kannana, fer úr 19,9 prósentum í 20,9. Enn er marktækur munur á henni og Sjálfstæðisflokki, sem bætir við sig 1,2 prósentum og er nú í 14,6. „Mér finnst þegar ég horfi á þetta að Viðreisn sé að ná stöðugleika einhvers staðar í kringum 20 prósent. Um og rétt undir því. Þetta hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir Viðreisn. Þegar við horfum á Sjálfstæðisflokkinn er hann, horfandi á þessa könnun og þær sem á undan hafa komið, er hann ekki að ná spyrnu upp á við og virðist ekki ætla að ná mikið meira en 14 prósent.“ Gengur hvorki né rekur hjá VG Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Lýðræðisflokks og Ábyrgrar Framtíðar. „VG, þau virðast bara vera frosin föst í kring um 3 - 3,5 prósentin og það virðist ekkert benda til að þau nái 5prósentum. Þó þau næðu manni inn á einum stað.“ Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 prósentum í 5,9 milli vikna og eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi - fara úr 6,3 prósentum í 5. Maskína „Framsókn er enn á lífi í þessari könnun ef við horfum á fimm prósentin. En þeir eru ekki að bæta við sig, þeir eru frekar að missa miðað við síðustu kannanir. Það er ekert jákvætt að frétta upp úr þessu fyrir Framsóknarmenn,“ segir Grétar Þór. Hann segir ekki endilega að góðar mælingar síðustu viku hjá Sósíalistum hafi verið afbrigði, enda hafi þeir mælst um sex prósentin í könnunum Prósents og Gallup líka. „Það dregur mjög nærri kosningum og miðað við þetta eru þeir ekki alveg að halda því. Þeir eru á fimm prósentunum, þannig að þeir eru hvergi nærri öruggir.“ Samfylking og Viðreisn nálægt meirihluta Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni, fara úr 5,1 prósenti í 4,3. Grétar bendir á að þeir hafi oft mælst með meira fylgi en skilar sér upp úr kjörkössunum. „Þannig að það er spurning hvort það sé ekki smá ástæða til að hafa áhyggjur, hvort þeir þurfi ekki að fara að spýta í lófana ef ekki á að fara illa,“ segir Grétar. Miðað við þingstyrk á landsvísu myndi Samfylkingin fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkur níu, Flokkur fólksins 6, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistaflokkurinn þrjá. „Það er orðið ansi nálægt því að Samfylking og Viðreisn nái meiri hluta þingsæta. Þau eru með 31 þingsæti saman þannig að þau þurfa þá einn partner í viðbót, ennþá allavega, til að geta myndað ríkisstjórn,“ segir Grétar. Það sé alls ekki útilokað að VG og Píratar fái kjördæmakjörna þingmenn, sem myndi breyta reikningsdæminu talsvert. „Ef Píratar líka kæmust inn með 5 prósentin og fengju þrjá jöfnunarmenn, þá er spurning hvort flokkarnir sem eru sterkir á landsbyggðinni fái einn mann gefins jafnvel á kostnað Samfylkingar eða Viðreisnar. Við sáum það í kosningunum 2013 hvernig það getur farið.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sjá meira
Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33