Þá förum við yfir viðkvæma stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Fjölmiðlabanni var komið á síðdegis eftir árangursríkan samningafund í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Karphúsinu.
Við sýnum frá dramatíkinni sem var allsráðandi á COP29 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag og kynnum okkur nýtt og umdeilt lógó bílaframleiðandans Jaguars, sem sagt er marka ákveðna stefnubreytingu hjá fyrirtækinu.
Hnefaleikakeppnin Icebox verður í öndvegi í sportpakkanum, auk þess sem farið verður yfir nýjustu vendingar hjá landsliðum í handbolta og körfubolta.