Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:02 Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun