Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:10 Hraunkælingin mun fara fram á meðan vinna verður í gangi við að hækka varnargarðana. Vísir/Vilhelm Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. „Það sem við erum að gera er að kæla hraunið með fram varnargarði L3 og erum að hefja kælingu við varnargarð L4,“ segir Helgi og það sé nú verið að undirbúa farveginn fyrir varnargarðaverktakana. Varnargarðarnir verja alla starfsemi í Svartsengi og Bláa lónið.Vísir/Vilhelm Hraunkæling hófst á laugardag. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í morgun að dregið hefði hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en að eldgosið hafi svo náð stöðugleika aftur um klukkan tvö í nótt. „Við teljum okkur sjá árangur. Ég er enginn hraunsérfræðingur en tilfinningin er sú að það sé árangur miðað við það hvernig þetta leit út fyrir tveimur dögum síðan. Þá voru augu að opnast í hraunkantinum sem við náðum að sprauta á,“ segir Helgi og að stuttu seinna hafi kanturinn verið orðinn dökkur og augun farin. Búnaðurinn sem er í notkun eru fjórar stórar dælur og dælir hver þeirra um 13 þúsund lítrum á mínútu. „Við erum með tvær í gangi núna,“ segir Helgi en að auk þess séu fjórir kílómetrar af tíu tommu slöngum og sex kílómetrar af fimm tommu slöngum. Hann segir smá vatnsskort vegna kuldans því það fari meira í að hita húsin á Reykjanesi en vatnið nægi í það sem þeir eru að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58 Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30 Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
„Það sem við erum að gera er að kæla hraunið með fram varnargarði L3 og erum að hefja kælingu við varnargarð L4,“ segir Helgi og það sé nú verið að undirbúa farveginn fyrir varnargarðaverktakana. Varnargarðarnir verja alla starfsemi í Svartsengi og Bláa lónið.Vísir/Vilhelm Hraunkæling hófst á laugardag. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í morgun að dregið hefði hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en að eldgosið hafi svo náð stöðugleika aftur um klukkan tvö í nótt. „Við teljum okkur sjá árangur. Ég er enginn hraunsérfræðingur en tilfinningin er sú að það sé árangur miðað við það hvernig þetta leit út fyrir tveimur dögum síðan. Þá voru augu að opnast í hraunkantinum sem við náðum að sprauta á,“ segir Helgi og að stuttu seinna hafi kanturinn verið orðinn dökkur og augun farin. Búnaðurinn sem er í notkun eru fjórar stórar dælur og dælir hver þeirra um 13 þúsund lítrum á mínútu. „Við erum með tvær í gangi núna,“ segir Helgi en að auk þess séu fjórir kílómetrar af tíu tommu slöngum og sex kílómetrar af fimm tommu slöngum. Hann segir smá vatnsskort vegna kuldans því það fari meira í að hita húsin á Reykjanesi en vatnið nægi í það sem þeir eru að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58 Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30 Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58
Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30
Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19