Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar 25. nóvember 2024 13:03 „Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar