Í úrslitum parakeppninnar spiluðu Hafdís Pála Jónasdóttir og Hafþór Harðarson á móti Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Gunnari Þór Ásgeirssyni.

Fyrsti leikurinn fór 385-457 fyrir Hafdísi og Hafþóri. Annar leikurinn var æsispennandi en hann fór 459-456 fyrir Lindu og Gunnari. Þriðji leikurinn fór síðan 308-386 Hafdísi og Hafþóri. Staðan var þá jöfn og úrslitin réðust í síðasta leik. Hann endaði 383-390 fyrir Hafdísi og Hafþór sem þar með urðu Íslandsmeistarar para.
Í tvímenningi léku til úrslita þeir Ísak Birkir Sævarsson og Mikael Aron Vilhelmsson gegn þeim Ásgeiri Karli Gústafssyni og Gunnari Þór Ásgeirssyni. Þar urðu Ísak og Mikael Íslandsmeistarar eftir hörkuleik.