Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir og Arnar Páll Gunnlaugsson skrifa 25. nóvember 2024 15:51 Bændastéttin er hópur sem hefur gleymst í umræðum um kjaramál. Bændur hafa líka alveg týnst hvað varðar lýðheilsumál, veikinda- og orlofsrétt. Við eigum öll að hafa rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, geta framfleytt okkur og fjölskyldum okkar. Svo við tölum nú ekki um að geta brugðist við þeim áföllum sem kunna að koma upp á lífsleiðinni. Við höfum hvergi séð tímakaup bænda útreiknað, enda varla til sú stétt sem er jafn bundin sinni vinnu og bændur. Fólki verður tíðrætt um fæðuöryggi á Íslandi en hvað í raun er hið opinbera að gera til að styðja bændur í að tryggja það? Nýliðun í bændastéttinni er nánast engin og ríkið gerir sama og ekkert til þess að liðka fyrir henni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli tekna, starfsaðstæðna og heilsu fólks. Þegar ungir bændur horfa upp á sligandi lánakjör, samkeppni um kaup á jörðum við auðmenn, ríki sem hlustar ekki á bændur sjálfa, algjört óöryggi hvað muni gerast ef bóndi veikist eða slasast sjáum við að staðan er ekki mjög spennandi fyrir unga fólkið. Á meðan fylgjumst við með stéttinni eldast og eldast. Það er í raun engin furða að meðalaldur bænda nálgast nú eftirlaunaaldurinn. Ríkið hefur ekki haft dug til að stíga inn í þá þróun að fjársterkir aðilar eru farnir að sanka að sér bújörðum á Íslandi. Þar þarf að setja skilyrði um búsetu og landbúnað á þeim jörðum sem eru seldar. Íslendingar virðast því ekki vera með neina langtímaáætlun í landbúnaðarmálum á meðan við horfum upp á stéttina eldast og deyja út. Dæmisaga um ósveigjanleika kerfisins; skattar voru hækkaðir hér á litaða olíu, þar sem hið opinbera er að flýta fyrir orkuskiptunum. Ríkið er greinilega að hugsa meira um grænþvott en raunverulegra hvata til umhverfis- og loftslagsverndar, þar sem það er ekki hægt að kaupa rafmagnsknúnar dráttarvélar í dag, svo dæmi séu nefnd. Með þessu er eingöngu verið að leggja auknar álögur og stein í götu bænda sem hafa enga aðstöðu til að taka þátt í orkuskiptum, hvað þetta varðar. Við heyrum út undan okkur og sjáum fréttir af því að bændur komast ekki í veikindaleyfi þrátt fyrir slys og jafnvel alvarlegan heilsubrest. Okkur þykir flestum eðlilegt og sanngjarnt að eiga veikindarétt í okkar vinnu en tryggingavernd er hvergi nærri nægjanleg til að bændur búi við almennilegt starfsöryggi. Bregðist heilsan þurfa maki eða börn bænda að vinna helmingi meira á búinu, þrátt fyrir þá staðreynd að sökum lágra launa sé þetta fólk þá þegar í annarri vinnu. Nú ef bóndinn á ekki nána aðstandendur sem geta hlaupið undir bagga með þeim, bitnar ástandið á búfénaði. En þessu er hægt að breyta og þessu þarf að breyta. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi. Ekki viljum við selja allar jarðir erlendum auðkýfingum sem hafa engan áhuga á að stunda þar búskap. Eða er það kannski óopinber stefna stjórnvalda að á Íslandi verði ekki stundaður landbúnaður í nánustu framtíð? Innflutt matvæli þurfa eins og sakir standa ekki einu sinni að standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvælaöryggis og dýravelferðar í innlendri matvælaframleiðslu. Við erum á undarlegri vegferð í landbúnaðarmálum og þurfum að taka fast í stýrið nú þegar til að beygja af þessari leið. Það er nauðsynlegt að endurhugsa kerfið. Við þurfum að huga að lýðheilsu bænda. Í landbúnaðarstefnu Sósíalistaflokksins segir að bæta skuli kjör bænda og viðurkenna þá sem mikilvægan hluta framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun. Sum nágrannaríki okkar huga betur að þessum málum og þaðan má fá hugmyndir, sumar jafnvel stórgóðar. Finnskir bændur eiga til dæmis rétt á 26 afleysingar dögum á ári, sem greidd eru af hinu opinbera. Það er einn liður í að huga að bættri heilsu bænda og betri vinnuaðstæðna. Það er öllum mikilvægt að sinna áhugamálum, sjálfsrækt og að komast frá vinnu reglulega. Einnig þarf að tryggja það að við slys og veikindi fái bændur tafarlaust afleysingu en ekki eftir 3 mánuði eða eftir þref við tryggingafélög. Við höfum reiknað út hvað slík þjónusta myndi kosta og það er álíka mikið og rennur frá íslenska ríkinu til trúmála á ári hverju. Aftur á móti mun þetta skila sér með bættri heilsu og velferð bænda og strax verður starfið mun álitlegra fyrir unga bændur. Þetta er þó ekki nóg, það er nauðsynlegt fyrir bændur að fá hagstæð lán, hvort sem er fyrir jarðarkaupum, framkvæmdum eða nýsköpun. Sósíalistaflokkurinn berst meðal annars fyrir því að stofnaður verði samfélagsbanki. Slíkur banki getur til dæmis gjörbreytt stöðunni á húsnæðismarkaði og það sama myndi eiga við um lán til jarðakaupa og framkvæmda. Samfélagsbankar eru ekki reknir í gróðaskyni, markmiðið er að notendurnir, almenningur á Íslandi, njóti góðs af. Þannig myndu lánakjör samfélagsbankans stórbæta lífsskilyrði bæði bænda og alls almennings á Íslandi. Það þarf að breyta lýðheilsumálum og lánakjörum bænda til að íslenskur landbúnaður dafni. Þar duga engar nýfrjálshyggju lausnir sem miða að því að bankar séu að stórgræða á lánveitingum til bænda. Hér þarf sósíalískar lausnir með heilsu og hag bænda í huga. Greinarhöfundar verma 1. og 3. Sæti á lista Sósíalistaflokksinns í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Bændastéttin er hópur sem hefur gleymst í umræðum um kjaramál. Bændur hafa líka alveg týnst hvað varðar lýðheilsumál, veikinda- og orlofsrétt. Við eigum öll að hafa rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, geta framfleytt okkur og fjölskyldum okkar. Svo við tölum nú ekki um að geta brugðist við þeim áföllum sem kunna að koma upp á lífsleiðinni. Við höfum hvergi séð tímakaup bænda útreiknað, enda varla til sú stétt sem er jafn bundin sinni vinnu og bændur. Fólki verður tíðrætt um fæðuöryggi á Íslandi en hvað í raun er hið opinbera að gera til að styðja bændur í að tryggja það? Nýliðun í bændastéttinni er nánast engin og ríkið gerir sama og ekkert til þess að liðka fyrir henni. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli tekna, starfsaðstæðna og heilsu fólks. Þegar ungir bændur horfa upp á sligandi lánakjör, samkeppni um kaup á jörðum við auðmenn, ríki sem hlustar ekki á bændur sjálfa, algjört óöryggi hvað muni gerast ef bóndi veikist eða slasast sjáum við að staðan er ekki mjög spennandi fyrir unga fólkið. Á meðan fylgjumst við með stéttinni eldast og eldast. Það er í raun engin furða að meðalaldur bænda nálgast nú eftirlaunaaldurinn. Ríkið hefur ekki haft dug til að stíga inn í þá þróun að fjársterkir aðilar eru farnir að sanka að sér bújörðum á Íslandi. Þar þarf að setja skilyrði um búsetu og landbúnað á þeim jörðum sem eru seldar. Íslendingar virðast því ekki vera með neina langtímaáætlun í landbúnaðarmálum á meðan við horfum upp á stéttina eldast og deyja út. Dæmisaga um ósveigjanleika kerfisins; skattar voru hækkaðir hér á litaða olíu, þar sem hið opinbera er að flýta fyrir orkuskiptunum. Ríkið er greinilega að hugsa meira um grænþvott en raunverulegra hvata til umhverfis- og loftslagsverndar, þar sem það er ekki hægt að kaupa rafmagnsknúnar dráttarvélar í dag, svo dæmi séu nefnd. Með þessu er eingöngu verið að leggja auknar álögur og stein í götu bænda sem hafa enga aðstöðu til að taka þátt í orkuskiptum, hvað þetta varðar. Við heyrum út undan okkur og sjáum fréttir af því að bændur komast ekki í veikindaleyfi þrátt fyrir slys og jafnvel alvarlegan heilsubrest. Okkur þykir flestum eðlilegt og sanngjarnt að eiga veikindarétt í okkar vinnu en tryggingavernd er hvergi nærri nægjanleg til að bændur búi við almennilegt starfsöryggi. Bregðist heilsan þurfa maki eða börn bænda að vinna helmingi meira á búinu, þrátt fyrir þá staðreynd að sökum lágra launa sé þetta fólk þá þegar í annarri vinnu. Nú ef bóndinn á ekki nána aðstandendur sem geta hlaupið undir bagga með þeim, bitnar ástandið á búfénaði. En þessu er hægt að breyta og þessu þarf að breyta. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi. Ekki viljum við selja allar jarðir erlendum auðkýfingum sem hafa engan áhuga á að stunda þar búskap. Eða er það kannski óopinber stefna stjórnvalda að á Íslandi verði ekki stundaður landbúnaður í nánustu framtíð? Innflutt matvæli þurfa eins og sakir standa ekki einu sinni að standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvælaöryggis og dýravelferðar í innlendri matvælaframleiðslu. Við erum á undarlegri vegferð í landbúnaðarmálum og þurfum að taka fast í stýrið nú þegar til að beygja af þessari leið. Það er nauðsynlegt að endurhugsa kerfið. Við þurfum að huga að lýðheilsu bænda. Í landbúnaðarstefnu Sósíalistaflokksins segir að bæta skuli kjör bænda og viðurkenna þá sem mikilvægan hluta framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun. Sum nágrannaríki okkar huga betur að þessum málum og þaðan má fá hugmyndir, sumar jafnvel stórgóðar. Finnskir bændur eiga til dæmis rétt á 26 afleysingar dögum á ári, sem greidd eru af hinu opinbera. Það er einn liður í að huga að bættri heilsu bænda og betri vinnuaðstæðna. Það er öllum mikilvægt að sinna áhugamálum, sjálfsrækt og að komast frá vinnu reglulega. Einnig þarf að tryggja það að við slys og veikindi fái bændur tafarlaust afleysingu en ekki eftir 3 mánuði eða eftir þref við tryggingafélög. Við höfum reiknað út hvað slík þjónusta myndi kosta og það er álíka mikið og rennur frá íslenska ríkinu til trúmála á ári hverju. Aftur á móti mun þetta skila sér með bættri heilsu og velferð bænda og strax verður starfið mun álitlegra fyrir unga bændur. Þetta er þó ekki nóg, það er nauðsynlegt fyrir bændur að fá hagstæð lán, hvort sem er fyrir jarðarkaupum, framkvæmdum eða nýsköpun. Sósíalistaflokkurinn berst meðal annars fyrir því að stofnaður verði samfélagsbanki. Slíkur banki getur til dæmis gjörbreytt stöðunni á húsnæðismarkaði og það sama myndi eiga við um lán til jarðakaupa og framkvæmda. Samfélagsbankar eru ekki reknir í gróðaskyni, markmiðið er að notendurnir, almenningur á Íslandi, njóti góðs af. Þannig myndu lánakjör samfélagsbankans stórbæta lífsskilyrði bæði bænda og alls almennings á Íslandi. Það þarf að breyta lýðheilsumálum og lánakjörum bænda til að íslenskur landbúnaður dafni. Þar duga engar nýfrjálshyggju lausnir sem miða að því að bankar séu að stórgræða á lánveitingum til bænda. Hér þarf sósíalískar lausnir með heilsu og hag bænda í huga. Greinarhöfundar verma 1. og 3. Sæti á lista Sósíalistaflokksinns í Suðurkjördæmi.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun